Events
Árið var viðburðaríkt í Hörpu og kom fólk saman til að njóta góðra stunda - gleðjast og fræðast á tónleikum, leik- og óperusýningum, ráðstefnum, vörusýningum, fundum, veislum og mörkuðum sem haldnir voru í samkomuhúsi allra landsmanna.
Harpa er tónlistar- og ráðstefnuhús á heimsmælikvarða sem milljónir gesta hafa heimsótt frá opnun. Á árinu heimsóttu um 1,4 milljónir gesta Hörpu og voru alls 1.398 viðburðir, innlendir sem erlendir, af öllum stærðum og gerðum haldnir í húsinu.
Fjöldi viðburða jókst um rúm 10% á milli árana 2022 og 2023. Umfangsmiklir og eftirtektarverðir viðburðir fóru fram í Hörpu á árinu. Ber þar helst að nefna Leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór í maí. Fundurinn vakti heimsathygli með leiðtoga og aðra fulltrúa allra aðildarríkja Evrópuráðsins samankomna í Hörpu, í fjórða sinn í 74 ára sögu ráðsins.
Number of events 2021 - 2023
Events by genre 2021-2023
Divison of events 2023
Tónleikahald
Tónleikahald var ríkulegt á árinu og margir nafntogaðir listamenn komu fram í Hörpu. Má þar nefna: Júníus Meyvatn, GusGus, GDNR, Nýdönsk, Eivör, Vök, Guðrúnu Árný, Lukas Graham, Wilco, Jethro Tull, Disco Buscuites og marga fleiri. Ýmsir heiðurs- og afmælistónleikar fóru fram og afmælis“börn“ ársins voru meðal annarra: Todmobile, Jón Ólafson, Magnús Kjartansson, Óskar Pétursson,Tónmenntaskóli Reykjavíkur, Kvennakór Reykjavíkur og fleiri. Fjöldi jólatónleika fóru fram á aðventunni líkt og fyrri ár. Að venju skipaði klassíska senan einnig sinn sess í Hörpu auk fjölda kóra og lúðrasveita sem juku enn á fjölbreytileika dagskrár árins í Hörpu.
Ráðstefnur og fundir
Harpa er ráðstefnuhús á heimsmælikvarða og laðar að sér sífellt fleiri erlendar ráðstefnur. Umfangsmesti viðburðurinn var Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem kallaði á mikinn undirbúning og utanumhald af hálfu Hörpu. Hringborð Norðurslóða (Arctic Circle) fór fram með hefðbundnum hætti í október og sóttu rúmlega 2000 manns þingið að þessu sinni. Heimsþing kvenleiðtoga (Reykjavik Global Forum) fór fram í nóvember þar sem saman komu kvenleiðtogar hvaðanæva úr heiminum. Aðrir árlegir viðburðir voru UTmessan, Læknadagar og Hönnunarmars, auk fjölda annarra ráðstefna, funda, útskrifta, borgaraferminga, einkaviðburða og árshátíða.
Tónleikaraðir og hátíðir
Árið hófst með Myrkum músíkdögum í janúar. Tónleikarröðin Sígildir sunnudagar, þar sem áherslan er á klassíka tónlist, fékk sögulegt magn umsókna og komust færri að en vildu. Haldnir voru 22 fjölbreyttir tónleikar þar sem fram komu meðal annarra; Kammermúsikklúbburinn, Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Barokkbandið Brák. Múlinn jassklúbbur var að vanda með sína reglulegu tónleika yfir veturinn, þar fá ungir sem og þekktari tónlistarmenn í jasssenunni sviðið, á árinu komu meðal annarra fram Kári Egilsson, Ragga Gröndal, Kvartett Ólafs Jónssonar og Kvintett Sigurðar Flosasonar. Stórsveit Reykjavíkur var með sína fjölbreyttu tónleikum yfir árið. Hátíðirnar Íslensku tónlistarverðlaunin, Barnamenningarhátið og Big Bang fóru fram á vordögum og Seigla og Jazzhátið síðsumars.
Hörpustrengir
The group includes the management company Hörpustrengir, whose purpose is to host selected events that leave a mark on Icelandic music and culture and would not be possible without the company's involvement. Festival program for nationals on Menningarnótt is Harpa's biggest event of the year, where a high-quality program is offered for young and old and guests free of charge.