4. október 2022, 00:00

Reykjavík Recording Orchestra

lýkur upptökum fyrir BBC í Hörpu.

RRO

Reykjavík Recording Orchestra, sem hefur aðsetur sitt í Hörpu, lauk nýverið upptökum á tónlist Hans Zimmer fyrir Frozen Planet 2 á vegum BBC og David Attenborough.

Hans Zimmer er eitt þekktasta tónskáld heims og því frábær árangur hjá RRO að landa verkefni sem slíku. RRO sérhæfir sig í framleiðslu á tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem og margvíslegri tónlist til útgáfu. Hljómburður á heimsmælilkvarða er í sérhönnuðum sölum Hörpu og henta þeir einstaklega vel til hljóðritunar.

RRO hefur á þessu ári einnig unnið að verkefnum fyrir Apple TV, Netflix, Amazon, Decca og Deutsche Grammophon auk íslensku myndarinnar Svar við bréfi Helgu. Fleiri áhugaverð verkefni eru á teikniborðinu enda gæði framleiðslunnar á pari við stór upptökuhljóðver erlendis.

[@portabletext/react] Unknown block type "span", specify a component for it in the `components.types` prop.



Fréttir