
Fundir

Stefnufundur, samtal, skipulagsdagur eða starfsviðtal. Fjarvinnu - og fundaraðstaða með fyrsta flokks tækjabúnaði og alla þjónustu við hendina. Hægt er að bóka herbergin til styttri og lengri tíma með skömmum fyrirvara.
Í Hörpu er fjölbreytt aðstaða fyrir fundi og hvert rými er búið fyrsta flokks tækjabúnaði og öll þjónusta við hendina. Láttu góðar hugmyndir verða að veruleika í fallegu umhverfi Hörpu.
Stærsta fundarherbergið Ríma, rúmar allt að 100 manns í sæti, en hægt er að skipta því í tvennt.
Fundarherbergin Vísa og Stemma, á fyrstu hæð hússins, rúma allt að 20 manns við stjórnarborð, og á fjórðu hæð eru fjögur minni fundarherbergi Nes, Vík, Vör, og Sund sem rúma öll 4-6 manns þægilega í sæti.
Fjarvinnu- og fundaraðstaða
Smærri fundarherbergin henta einstaklega vel fyrir fjarvinnu, símafundi, Teams/Zoom fundi, símtöl og samtöl. Frítt Wifi, sjónvarpsskjár til að tengja fartölvu og hljóðkerfi. Veitingar er hægt að panta hjá veisluþjónusta Hörpu. Fundarherbergin eru til leigu í styttri og lengri tíma og hægt að bóka þau með skömmum fyrirvara.
Ríma
Ríma er stærsta fundarherbergi í Hörpu og er staðsett á fyrstu hæð. Herbergið rúmar allt að 100 manns í sæti og hægt að skipta því í tvennt. Fyrir framan Rímu er opna rýmið Norðurbryggja sem hægt er að nota sem sýningaraðstöðu, móttöku eða annað þvíumlíkt

Myndagallerí




Bóka fund í Hörpu
Ekki hika við að hafa samband og fá frekari upplýsingar: