Mynda­tökur í Hörpu

Mynda­tökur í Hörpu

Vinsamlega athugið að þörf er á leyfi til að taka myndir í Hörpu fyrir hvers lags myndatökur.

Harpa er margverðlaunað listaverk sem milljónir manna hafa heimsótt frá opnun. Húsið er mjög eftirsótt til hvers kyns myndatöku en mikilvægt er að hafa í huga að glerhjúpur hússins er höfundarréttarvarinn.

Það er ekki leyfilegt að taka myndir eða vera með upptökur í Hörpu, hvorki innanhúss né utan, án tilskilins leyfis. Persónulegar myndatökur, til dæmis fermingarmyndatökur, stúdentsmyndatökur og brúðkaupsmyndatökur, þar sem myndefnið er ætlað til einkanota eru leyfðar með takmörkunum.

Mig langar að taka persónulegar myndir í Hörpu, hvað geri ég?

Best er að senda inn fyrirspurn með dag- og tímasetningu til að myndatakan skarist ekki á við viðburði í húsi. Þegar stórir viðburðir eru í gangi, er oft ekki hægt að taka myndir og er þá reynt að finna betri tíma- og/eða dagsetningu.

Fyrirspurnir vegna persónulegrar myndatöku skal senda á harpa@harpa.is.

Sækja þarf um leyfi fyrir eftirfarandi:

Harpa er höfundarréttarvarin og þurfa ljósmynda- og upptökuverkefni að vera borin undir framkvæmdastjórn Hörpu, hönnuði og arkitekta hússins. Tekið er gjald fyrir myndatökur og upptökur fyrir stærri verkefni.

  • Myndatökur í kynningarskyni, s.s. fyrir starfsmannamyndatökur fyrirtækja, einstaklingsmyndatökur til að nota á opinberum vettvangi, hvers lags auglýsingamyndir fyrir stór og smá fyrirtæki.
  • Allar upptökur á tónleikum, hvort sem um er að ræða hljóð eða mynd eru stranglega bannaðar nema með sérstöku leyfi.

Fyrirspurnir vegna leyfis til mynda- eða upptöku skulu sendar á markadsdeild@harpa.is.

Að fengu leyfi er mikilvægt að hönnuða og arkitekta hússins sé rétt getið:

Arkitektar: Henning Larsen Architects og Batteríið arkítektar. Hönnun og þróun á glerhjúp: Ólafur Elíasson og Stúdíó Ólafs Elíassonar í samstarfi við Henning Larsen Architects.