Árs- og sjálfbærniskýrsla Hörpu 2024
Hlutverk Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. (Harpa) er að vera vettvangur fyrir tónlistar- og menningarlíf sem og hvers konar ráðstefnur, fundi og samkomur, innlendar sem erlendar. Harpa og dótturfélög (samstæðan) annast eignarhald og rekstur tónlistar- og ráðstefnumiðstöðvarinnar Hörpu við Austurhöfn í Reykjavík, auk tengdrar starfsemi.
Starfsemi Hörpu var með miklum blóma á síðasta starfsári. Blóma hvað varðar ótrúlega grósku og dagskrá menningarviðburða, aðsókn og heimsóknir, ráðstefnuhald og fundi og síðast en ekki síst var rekstrarniðurstaðan góð. Tvær breytur grundvalla þennan góða árangur. Annars vegar er það skilningur, framsýni og hugrekki stjórnvalda og samfélagsins til að fjárfesta í Hörpu og standa með starfseminni þar. Hitt er svo einstakur hópur starfsfólks og stjórnenda í Hörpu, fólkið sem vinnur að því hörðum höndum alla daga að rækja hlutverk Hörpu og vinna þannig að verðmætasköpun í þágu samfélagsins alls.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, stjórnarformaður
Rekstur samstæðu Hörpu var í góðu jafnvægi á árinu 2024 en flestir tekjuþættir fóru fram úr áætlun á sama tíma og tókst að stýra kostnaði með ábyrgum hætti. Kjarnastarfsemin gekk afar vel og viðburðahaldið fjölbreytt með 1.411 viðburðum sem er aukning frá fyrra ári. Sérstaklega var gróskan mikil í tónleikahaldi - ekki síst á síðari hluta ársins sem skilaði sér í metveltu í miðasölu Hörpu.
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri
Lykiltölur
300,6 m.kr.
1.859 m.kr.
1.411
502
879
263
116
157
1,4 milljón
228 þúsund
Sjálfbærni
90
99%
47%
52%
Mannauður
1,2 % kvk
0 slys skráð
4,31
4,56
Viðhorf almennings til Hörpu
68%
88%