Harpa og samfélagið
Harpa gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu og skapar menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti. Harpa leitast við að efla menningarvitund, styðja við skapandi greinar og tryggja að starfsemi hennar hafi jákvæð áhrif á samfélagið.
Harpa leggur áherslu á að vera aðgengileg og samfélagslega ábyrg. Með starfsemi sinni stuðlar Harpa að aukinni menningarvitund, stuðningi við skapandi greinar og fjölbreytni í listalífi landsins. Jafnframt hefur húsið veruleg efnahagsleg áhrif, bæði beint og óbeint, með því að laða að gesti, styðja við ferðaþjónustu og efla atvinnulíf í nærsamfélaginu. Harpa fylgir eftir stefnu í samfélagsábyrgð og vinnur markvisst að því að efla sjálfbærni í starfsemi sinni og fylgir eftir alþjóðlegum mælikvörðum (UFS) og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Frá upphafi árs 2022 hefur stýrihópur um sjálfbærnimál leitt stefnumótun í sjálfbærni með aðstoð sjálfbærniráðgjafa. Megináherslan hefur verið að innleiða UFS-mælikvarða og á sama tíma að leggja kapp á það að efla félagsleg áhrif Hörpu og menningarvitund í samfélaginu.
Harpa hefur lokið öllum fimm Grænum skrefum Umhverfisstofnunar og hlotið Svansvottun sem ráðstefnuhús. Jafnframt vinnur Harpa markvisst með hagsmunaaðilum, þar á meðal listafólki, menningarstofnunum, háskólasamfélaginu og ferðaþjónustu, til að skapa virði fyrir samfélagið í heild.
Heimsmarkmið Hörpu
Starfsfólk Hörpu valdi 5 heimsmarkmið árið 2022 sem það taldi samræmast áherslum Hörpu í samfélagsábyrgð og hefur þau ávallt að leiðarljósi á öllum sviðum starfseminnar.
3. Heilsa og vellíðan
Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan frá vöggu til grafar.
5. Jafnrétti kynjanna
Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld.
8. Góð atvinna og hagvöxtur
Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla.
9. Nýsköpun og uppbygging
Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun.
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.
Harpa spilar með tónlistarlífi þjóðarinnar
Harpa gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku tónlistarlífi og leggur ríka áherslu á menningarlegt hlutverk sitt að efla og styðja við tónlist í allri sinni fjölbreytni. Harpa fylgir eftir dagskrárstefnu sem miðar að því að auka fjölbreytni í tónleikahaldi, styðja við nýsköpun í tónlist og skapa vettvang fyrir listamenn til að þróa og miðla verkum sínum.
Harpa stendur að og tekur þátt í vel völdum verkefnum til að fylgja eftir dagskrárstefnu sinni og má þar m.a. nefna tónleikaraðirnar Sígildir sunnudagar, Upprásin og Velkomin heim. Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, Músíktilraunir, tónlistarhátíð unga fólksins, Menningarnótt og fleira. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.
Glerhjúpurinn nýttur til góðs
Glerhjúpur Hörpu er eitt stærsta listaverk í heimi, hannað af Ólafi Elíassyni og arkitektum hússins. Verkið nýtur höfundar- og sæmdarrétti Ólafs, og almennt birtir Harpa eingöngu ljósverk sem hann hefur hannað fyrir hjúpinn.
Harpa tekur þátt í völdum alþjóðlegum viðburðum og samfélagslega mikilvægum áhersludögum til að vekja athygli á lýðheilsu, merkisdögum eða áföngum sem hafa víðtæka skírskotun, líkt og önnur tónlistarhús víða um heim.
Harpa lýsir reglulega upp hjúpinn til að vekja athygli á góðgerðarmálum og til að sýna samstöðu með ákveðnum samfélagsmálum. Á árinu 2024 var glerhjúpurinn til að mynda skreyttur í samræmi við eftirfarandi átaksverkefni.