Mikil­væg­is­greining og hagað­ilar

Harpa gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu með rekstri á tónlistar- og ráðstefnuhúsi þar sem tilgangurinn er að skapa menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti fyrir eigendur sína, sem eru landsmenn allir. Harpa vill vera til fyrirmyndar hvað varðar sjálfbærni og leggur ríka áherslu á góð samskipti og samstarf við helstu hagaðila sína til að ná markmiðum sínum á þessu sviði.

Hagaðilar Hörpu eru þeir sem hafa beina eða óbeina hagsmuni af starfsemi hennar og geta haft áhrif á eða orðið fyrir áhrifum af starfseminni. Stýrihópur Hörpu í samfélagsábyrgð hefur unnið hagsmunaaðilagreiningu í samstarfi við ráðgjafa þar sem tekið er mið af alþjóðlegum viðmiðum um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Greindir voru helstu snertifletir og sameiginlegir hagsmunir. Þessi greining gerir Hörpu kleift að hafa markvissari áhrif og gera nauðsynlegar breytingar sem stuðla að aukinni sjálfbærni í starfseminni.

Á síðastliðnu ári var unnið að uppfærslu á stefnu Hörpu til 2030 og í því samhengi fór fram mikilvægisgreining sem fólst meðal annars í viðtölum við helstu hagaðila. Haldin var vinnustofa með stjórn og starfsfólki og tekin viðtöl við lykil hagaðila og stjórnendur. Ennfremur var unnið með gögn úr fjölmörgum könnunum sem Harpa hefur látið gera eða tekið þátt í undanfarin ár. Til að mynda var stuðst við niðurstöður viðhorfskönnunar sem framkvæmd hefur verið árlega af Maskínu á landsvísu, vörumerkjakönnun Gallup, stjórnendakönnun Maskínu, VR könnun og HR Monitor meðal starfsfólks, viðhorfskönnunum meðal rekstraraðila og gesta sem sækja viðburði í Hörpu.

Markmiðið var meðal annars að greina bestu leiðir til að flétta sjálfbærniáherslur Hörpu inn í alla þætti starfseminnar og skerpa áherslur og stefnumarkandi stjórnun til að styðja við áframhaldandi árangur. Ennfremur var markmiðið að stuðla að áframhaldandi góðri ímynd, orðspori og sátt um Hörpu sem mikilvæga eign þjóðarinnar.

Hagaðilar skiptast í innri og ytri hagaðila:

Innri hagaðilar: Eigendur (íslenska ríkið og Reykjavíkurborg) stjórn og starfsfólk Hörpu.

Ytri hagaðilar: Aðrir aðilar sem hafa hagsmuni af starfsemi Hörpu, bæði innanlands og erlendis.

Hagsmunir Hörpu endurspeglast í lykil sjálfbærniþáttum og falla undir eftirfarandi málaflokka samfélagsábyrgðar:

  • Efnahagsleg áhrif: Verðmætasköpun og virðisauki, viðskiptatengsl, fjárhagslegur ávinningur og rekstraröryggi.
  • Umhverfisáhrif: Sjálfbærni, kolefnisspor, hringrás og úrgangsstjórnun, ábyrg nýting auðlinda og umhverfisvænar lausnir í rekstri
  • Samfélagsleg áhrif: Menningarlegt framlag, aðgengi og samfélagsþátttaka, fræðsla og nýsköpun, lýðheilsa og öryggi.

Helstu hagaðilar tengdir félaginu og starfsemi þess

Beinir hagaðilar

Eigendur, stjórn, starfsfólk, innlendir og alþjóðlegir viðburðahaldarar, gestir. og birgjar.

Aðrir hagaðilar

Stjórnsýslan, atvinnulífið, hagsmunasamtök, eftirlitsaðilar, fjölmiðlar.

a circular diagram with the word samfelag in the center

Hagaðilar eftir sjálfbærnimálaflokkum

Innri hagaðilar
Aðilar: Eigendur (íslenska ríkið og Reykjavíkurborg) og starfsfólk Hörpu.
Málaflokkur: Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif.

Innlendir og alþjóðlegir viðburðahaldarar
Aðilar: Tónlistarfólk, aðrir listamenn, tónleika- og ráðstefnuhaldarar, einstaklingar og önnur fyrirtæki sem nýta aðstöðuna.
Málaflokkur: Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif.

Birgjar og þjónustuaðilar
Aðilar: Fyrirtæki sem útvega vörur og þjónustu fyrir rekstur Hörpu, t.d. veitingar, hljóð- og ljósabúnað, aðra sérfræðiþjónustu, viðhald, þrif, öryggisþjónustu og rekstrarvörur.
Málaflokkur: Efnahagsleg og umhverfisleg áhrif.

Rekstraraðilar í Hörpu
Aðilar: KH veitingar, Rammagerðin, Green Parking.
Málaflokkur: Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif.

Menningartengdir aðilar með aðsetur í Hörpu
Aðilar: Sinfóníuhljómsveit Íslands, Stórsveit Reykjavíkur, Reykjavik Recording Orchestra.
Málaflokkur: Samfélagsleg áhrif.

Stjórnsýslan
Aðilar: Opinberir aðilar, eftirlitsaðilar, ráðuneyti, borgar- og sveitarstjórnir.
Málaflokkur: Efnahagsleg, samfélagsleg og umhverfisáhrif.

Atvinnulífið
Aðilar: Fyrirtæki, samstarfsaðilar, þjónustuaðilar.
Málaflokkur: Efnahagsleg áhrif.

Hagsmunasamtök
Aðilar: Stéttarfélög, FíH, FÍT, STEF, SA, SAF, o.fl.
Málaflokkur: Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif.

Fjölmiðlar
Aðilar: Innlendir og erlendir fjölmiðlar.
Málaflokkur: Samfélagsleg áhrif.

Menningarstofnanir og listafólk
Aðilar: Sinfóníuhljómsveitir, óperustarfsemi, tónlistarfólk, tónlistarhátíðir, listrænir framleiðeiðendur.
Málaflokkur: Samfélagsleg áhrif.

Fræðasamfélagið
Aðilar: Háskólar, rannsóknarsetur, fræðasamfélagið, nýsköpunargeirinn.
Málaflokkur: Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif.

Ferðaþjónusta
Aðilar: Flugfélög, hótel, ráðstefnuskipuleggjendur, afþreyingarfyrirtæki, ferðaskipuleggjendur, samgöngufyrirtæki, leiðsögumenn, veitingastaðir.
Málaflokkur: Efnahagsleg áhrif.

Neytendur og samfélagið almennt
Aðilar: Gestir og almenningur sem notar þjónustu Hörpu.
Málaflokkur: Samfélagsleg áhrif.

Umhverfisverndarsamtök
Aðilar: Grænir hagsmunaaðilar, umhverfisverndarsamtök.
Málaflokkur: Umhverfisáhrif.