Umhverfið

Árlega eru haldnir yfir 1400 viðburðir í Hörpu og er gestafjöldinn sem sækir húsið heim 1,4 milljónir. Miðað við umfang starfseminnar og fjölda viðskiptavina getur Harpa haft veruleg áhrif til að auka sjálfbærni í viðburðahaldi á Íslandi og er staðráðin í að vera leiðandi á því sviði.

Harpa leggur áherslu á að vera öðrum til fyrirmyndar um ábyrga viðskiptahætti sem leggja áherslu á efnahagslífið, samfélagið og umhverfið. Umhverfis- og loftslagsmál eru ofarlega á verkefnalista Hörpu og tryggt er að ávallt sé unnið taktfast að markmiðum. Fylgst er með þeim umhverfisáhrifum sem hljótast af daglegri starfsemi Hörpu og reynt er að lágmarka neikvæðu áhrifin. Ljóst er að rafmagn og sorp eru þeir þættir sem hafa helstu neikvæðu áhrifin og er leitast nýrra leiða til að lágmarka þau ár hvert.

Græn vegferð

Græna vegferðin hófst árið 2015 þegar Harpa varð aðili að Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Þá var lögð áhersla á að auka þekkingu starfsfólks á umhverfis- og loftlagsmálum. Í kjölfarð gaf Harpa út umhverfis- og loftslagsstefnu árið 2021.

Árið 2020 hóf Harpa þátttöku í verkefninu Græn skref, á vegum Umhverfisstofnunar, sem er fyrir ríkisstofnanir sem vilja efla umhverfisstarf sitt. Með þátttöku í verkefninu var komið inn öflugt innleiðingartæki til að efla umhverfisstarf í Hörpu með kerfisbundnum hætti og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfseminni. Harpa lauk öllum 5 Grænum skrefum Umhverfisstofnunar árið 2022. sem er lykillinn að vistvænum opinberum rekstri.

Árið 2022 hlaut Harpa Svansvottun sem ráðstefnuhús. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggir á óháðri vottun og viðmiðum sem staðfestir strangar umhverfis- og gæðakröfur starfseminnar. Vottunin styrkir samkeppnishæfni hússins í alþjóðlegu samhengi.

Harpa hefur skilað inn Grænu bókhaldi til Umhverfisstofnunar síðan 2018. Þar koma m.a. fram upplýsingar um hvernig innkaupum á allri rekstrarvöru og þjónustu hefur verið háttað yfir árið. Harpa hefur með þessu getað sett sér mælanleg markmið um hagræðingar og dregið úr losun.

Harpa er virkur þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi um sjálfbærni með helstu tónleikahúsum Evrópu í gegnum samtökin ECHO (European Concert Hall Organisation). Í ECHO hópnum eru reglulega fjarfundir þar sem tónleikahúsin deila reynslu sinni og framsókn í sjálfbærnismálum sem gerir þeim kleift að miðla þekkingu og lærdómi. ECHO vinnur einnig að því að hvetja til aukinnar vitundar um sjálfbærni í umhverfismálum, bæði meðal hagsmunaaðila og meðlima, og hefur áhrif á samfélagið í heild með samskiptaleiðum sínum.

Umhverfisráð Hörpu

Stýrihópur um sjálfbærni, umhverfisráð, hefur starfað í rúm fjögur ár og unnið ötullega að því að gera umbætur hvað varðar sjálfbærni, setja markmið og hrinda af stað aðgerðaáætlun. Reglulegir fundir eru hjá umhverfisráði þar sem árangur er metinn, hvað má betur fara og forgangsröðun og markmið eru yfirfarin svo eitthvað sé nefnt. Áhersla er lögð á að fræða starfsfólk með reglulegum kynningum á starfsmannafundum og gott samstarf er við íbúa og rekstraraðila í húsinu um fræðslu og hvatningu í tengslum við sjálfbærni. Auk þess sér umhverfisráðið, í samráði við markaðsstjóra félagsins, um að upplýsa bæði starfsfólk og gesti hússins um þá áfanga sem náðst hafa.

Loftlagseftirlit

Umhverfisráð hefur yfirumsjón með og stýringu loftslagstengdrar áhættu hjá Hörpu. Loftslagsþættir og önnur mál tengd loftslagi eru tekin á dagskrá ráðsins á mánaðarlegum fundum, þar sem fylgst er með áætlun um loftslagsáhættur, staðan metin og mótvægisaðgerðir settar fram ef þess þarf. Einnig eru þar sem er metið, fylgst með og áætlað loftslagsáhættu og mótvægisaðgerðir ásamt þeim tækifærum sem geta falist í því.

Umhverfisstjórnunarkerfi

Harpa gerði samning við Klappir Grænar Lausnir hf. árið 2016 um notkun á umhverfisstjórnunarkerfi þeirra til að halda utan öll gögn er varða umhverfi og koma þau hér fram í Sjálfbærniskýrslu Hörpu. Önnur gögn í skýrslunni koma úr kerfum félagsins.

Gögnin eru sett fram með bestu vitund, rýnd og yfirfarin af starfsfólki og stjórnendum Hörpu, en eru ekki staðfest eða yfirfarin af þriðja aðila. Fjárhagsupplýsingar hafa hins vegar verið endurskoðaðar og staðfestar af endurskoðendum samstæðunnar.

Gögnin eru fyrir almanaksárið 2024 og uppfyllir skýrslan kröfur laga nr. 3/2006 um ársreikninga og tilskipun Evrópusambandsins nr. 2014/95/ESB um ófjárhagslega upplýsingagjöf.

Sjálfbærniskýrsla Hörpu er nú gefin út samhliða ársuppgjöri í þriðja sinn og hefur skýrslan vaxið að umfangi á hverju ári. Harpa hefur frá upphafi stuðst við UFS leiðbeiningar Nasdaq, ESG Reporting Guide 2.0, sem gefin var út í febrúar 2020. Þar er fjallað um lykilstærðir og upplýsingar um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti.

Harpa er stolt af sinni sjálfbærnivegferð og sjást áherslurnar á umhverfis- og loftslagsmálum í sífellt meiri mæli til viðskiptavina, gesta og starfsfólks.

Vottanir

Harpa er staðráðin í að axla ábyrgð og stuðla að betri framtíð eins og frekast er kostur. Umhverfisvernd er innbyggð í starfsemina og er sjálfbærni leiðandi þáttur í öllu starfi. Harpa hefur um áraraðir unnið að því að draga úr umhverfisáhrifum og hefur frá árinu 2022 tekið sjálfbærnimál enn fastari tökum en það ár hlaut Harpa Svansvottun sem ráðstefnuhús.

Svans­vottun

Svansvottun er norrænt umhverfismerki sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Norræna umhverfismerki Svansins var stofnað árið 1989 af Norrænu ráðherranefndinni sem frjálst umhverfismerki fyrir Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð. Svanurinn er umhverfismerki af Týpu 1 samkvæmt ISO 14024 umhverfisvottunarstaðlinum og er einn af stofnmeðlimum Global Ecolabelling Network. Svansmerkt ráðstefnuaðstaða uppfyllir strangar umhverfiskröfur og er áhersla lögð á eftirfarandi atriði: Umhverfisstjórnun – eftirfylgni og skýr ábyrgðarhlutverk. Sjálfbær matvæli – lægra kolefnisspor ásamt lífrænt vottuðum mat og drykk. Lágmarka orkunotkun og innleiða orkusparandi aðgerðir. Lágmarka magn blandaðs úrgangs og gera flokkun aðgengilega. Lágmarka vatnsnotkun og innleiða vatnssparandi aðgerðir. Kaupa inn umhverfisvottuð efni og lágmarka efnanotkun. Mæla matarsóun og grípa til aðgerða til að draga úr matarsóun. Takmarka notkun á einnota vörum og lágmarka umbúðanotkun.

a green circle with white stripes on a white background

Ræsting

Harpa leggur upp úr því að velja birgja og þjónustuaðila sem uppfylla umhverfissjónarmið. Þjónustufyrirtækið Dagar sér um ræstingu í húsinu. Ræstingarþjónusta Daga er Svansvottuð og tryggja kröfur Svansins að eingöngu vottuð hreinsiefni eru notuð í daglegri ræstingarþjónustu. Dagar eru einnig með vottað ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi sem er alþjóðlegur staðall sem hjálpar fyrirtækjum að lágmarka umhverfisáhrif sín og uppfylla lög og reglur á sviði umhverfismála. Í því felst að innkaup eru vistvæn, notuð eru umhverfisvottuð efni, úrgangur lágmarkaður og endurvinnsla aukin."

a man and a woman are cleaning the stairs of a building .

Umhverf­is­upp­gjör 2024

Kolefnisjöfnun 2024

Harpa er upplýst um mikilvægi þess að sporna gegn loftlagsbreytingum með því að draga fyrst og fremst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL). Harpa hefur kolefnisjafnað losun í starfseminni á GHL fyrir árin 2020-2023 í tveimur verkefnum: Uppbygging á umhverfisvænni eldunaraðstöðu í Malaví og uppbygging á jarðgerðastöð í Delhi. Fyrir árið 2024 hefur Harpa kolefnisjafnað losun á starfseminni á GHL í gegnum verkefnið...

Harpa kaupir vottuðar losunarminnkunareiningum (CER) í gegnum Sameinuðu þjóðirnar, sem eru með umsjón yfir verkefnunum. CER einingarnar er aðeins gefnar út fyrir áreiðanlega loftlagsvæn verkefni sem kallast Clean Development Mechanism (CDM). Öll þessi verkefni eru í þróunarlöndunum og stuðla að sjálfbærri þróun. Til þess að verkefni teljist til CDM verkefnis þá þarf það að standast strangar kröfur og margir hagsmunaaðilar sem koma að því.

Frá árinu 2020-2023 var kolefnisjafnað fyrir Umfang 3 en tekin var ákvörðun um að kolefnisjafna einnig Umfang 1 og 2 fyrir árið 2024, til viðbótar við Umfang 3.

Kolefnisjöfnunarverkefni

Harpa hefur kolefnisjafnað fyrir umfang 1,2,3 fyrir árið 2024 hjá Sameinuðu þjóðunum í gegnum verkefnið National Solar Power Development Programme á Indlandi. Keyptar voru kolefniseiningar til mótvægis við þá losun sem var á beinni ábyrgð Hörpu vegna lekalosunar, rafmagns, hitaveitu, úrgangs, flutnings, viðskiptaferða og samgangna starfsfólks til og frá vinnu.

National Solar Power Development Programme er það fyrsta sinnar tegundar og var tekið í notkun þegar nýting á sólarorku var að hefjast í landinu og fjármagnskostnaður vegna hennar mjög óhóflegur.

Þessi verkefni hafa verið sett upp á afskekktum svæðum landsins, þorpum í Gujarat og Rajasthan og hafa skapað yfir 60 varanleg og tímabundin störf fyrir íbúa. Með því að bjóða bæði faglærðu og ófaglærðu starfsfólki atvinnutækifæri bæta þessi verkefni efnahag íbúa á staðnum.

Verkefnið hefur einnig stuðlað að þróun 20 námsmiðstöðva á afskekktum svæðum þar á meðal í Banswara og Rajasthan. Lögð er áhersla á að styrkja stúlkur með því að veita yfir 400 stúlkum fría grunnmenntun.

Verkefnið framleiðir 45.000+MWh af hreinni orku árlega og sparar meira en 43.000 carbon tonn af jarðefnaeldsneyti, sem hefði annars verið nýtt á svæðinu.

Samhliða ávinningi um sjálfbæra þróun styður verkefnið við heimsmarkmið númer 8 og 13 sem Harpa starfar eftir.

two men are cleaning solar panels in a field .

Vatnsnotkun

Á undanförnum árum hefur Harpa lagt sérstaka áherslu á orkusparnað og sjálfbærni með fjölmörgum aðgerðum sem draga úr orkunotkun og umhverfisáhrifum. Salir eru aðeins kynntir þegar þeir eru í notkun sem tryggir að orka fer ekki til spillis þegar ekki er þörf á henni. Auk þess hefur Harpa í auknum mæli lagt áherslu á að auka vitund starfsfólks um sjálfbærni og hagnýtingu auðlinda landsins. Það felst meðal annars í því að nýta vatnsauðlindina á ábyrgan hátt og fara sparlega með allar auðlindir á athafnasvæðinu. Kynding fer sparlega fram og er aðeins notuð þegar þörf er á, en þar sem húsið er að stórum hluta úr gleri nýtur það náttúrulegs sólarljóss til að kynda á sumrin.

Einnig hefur verið unnið markvisst að því að skipta út ljósum fyrir LED-búnað, sem hefur haft mikil áhrif á orkuforða og dregið úr orkunotkun. Þá er einnig fylgst með nýjustu tækninýjungum sem hjálpa til við að nýta orku á sem hagkvæmastan hátt. Með þessum aðgerðum hefur Harpa náð árangri í því að minnka bæði kostnað og kolefnisspor og heldur áfram að þróa nýjar lausnir sem stuðla að betri orkunýtingu.

Orkunotkun

Harpa hefur náð framúrskarandi árangri í því að spara rafmagn og notkun á heitu vatni á undan förnum árum. Þessi góði árangur sýnir skýrt þann metnað sem ríkir hjá félaginu og ekki hvað síst þá samfélagslegu ábyrgð sem Harpa sýnir í umhverfismálum.

Frá árinu 2018 hefur rafmagnsnotkun dregist saman um 31,4% m.v. árið 2024 á meðan notkun á heitu vatni hefur dregist saman um 52,1% frá árinu 2019. Þessar tölur sýna án nokkurs vafa að Harpa er ekki aðeins leiðandi í menningu og listum á Íslandi, heldur einnig í sjálfbærni og árangri í umhverfismálum.

Til að ná þessum árangri hefur Harpa beitt fjölbreyttum aðgerðum, þar á meðal í öflugum stýringum á kerfum hússins. Sérstök áhersla hefur verið lögð á loftræstikerfi hússins, en í húsinu eru 19 loftræstisamstæður sem taka til sín mikið rafmagn. Með því að ná betri stjórn á þessum kerfum og samþætta virkni þeirra við starfsemina í húsinu, hefur verið tryggt að orkunotkunin sé eins hagkvæm og kostur er.

Einnig hefur verið ráðist í umfangsmikla fjárfestingu í að LED-væða Hörpu sem er viðurkennd aðferð til að spara orku, sérstaklega þegar komið er að endurnýjun á lömpum og perum vegna aldurs. Hundruðum af lömpum og perum hefur verið skipt út fyrir LED og hefur u.þ.b. 70% af húsinu verið LED vætt. Þetta er ekki aðeins umhverfisvænt verkefni, heldur hefur þetta skapað fallega lýsingu og gott andrúmsloft fyrir gesti og starfsfólk hússins.

Með orkusparnaði og minni sóun er ekki einungis verið að draga úr kolefnisspori heldur er einnig verið að spara umtalsverðan kostnað sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir daglegan rekstur hússins sem og framtíðarrekstur. Harpa er leiðandi fordæmi fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki, sem vilja draga úr kolefnisfótspori sínu og vinna að sjálfbærni.

Með framlagi Hörpu í umhverfismálum, staðfestist að tónlistar- og ráðstefnuhús getur ekki aðeins verið miðstöð menningar og mannlífs heldur einnig leiðandi í grænum lausnum. Harpa er sannarlega fyrirmyndin þegar kemur að því að sameina listir og sjálfbærni og er stolt af því að leggja sitt af mörkum til betri framtíðar.

Pappírsnotkun

Starfsfólk hefur á undanförnum árum aukið vitund sína um mikilvægi umhverfisverndar og tekið virkan þátt í sjálfbærnivegferð Hörpu.

Einn þáttur í bættri umhverfisvitund er að minnka pappírssóun og hefur prentun á A4 blaðsíðum hjá starfsfólki dregist saman um 64% frá árinu 2019.

Fleiri valkostir hafa einnig verið innleiddir til að koma í stað útprentunar, s.s. aukin rafræn miðlun og gagnageymsla. Harpa nýtir tækni sem veitir aðgang að upplýsingum án þess að prenta út og dregur þannig úr mengun og sparar auðlindir.

Hefð er fyrir klassíska viðburði að gefa út efnisskrá með upplýsingum um hljómsveit og verk sem flutt eru á viðburðum. Á síðastliðnum árum hefur Harpa tekið í gagnið rafrænar efnisskrár, sem gestir fá senda í tölvupósti fyrir sýningu og er notast við QR kóða á viðburðunum sjálfum til að gestir geti sótt sér efnisskrá. Með þessari breytingu hefur Harpa dregið verulega úr prentunum á efnisskrám og prentar einungis brotabrot af því sem áður var gert. Með þessu er verið að sporna enn frekar gegn pappírsnotkun og er einn áfanginn af pappírslausri vegferð Hörpu.

Pappírsnotkun lækkaði aftur á milli ára, eða um 11% milli 2023 og 2024.

Flokkun og endurvinnsla

Harpa flokkaði í 29 flokka á árinu í góðu samstarfi við Terra umhverfisþjónustu en það er sex flokkum meira en árið 2023. Gestum og starfsfólki hússins býðst að flokka frá fjórum og upp í sex flokka tunnur allt eftir rýminu sem það er í. Ráðstefnugestir fá ávallt sex flokka tunnur þar sem yfirleitt er boðið upp á veitingar á viðburðinum.

Sjöttu flokkunartunnunni var bætt við á árinu en um er að ræða hólf fyrir afgangsvökva og eru gestir beðnir um að hella úr glösunum í hólfið þannig að endurunna pappírsglasið skemmi ekki pappírsflokkunina með bleytu. Þessi viðbót hefur reynst vel og gestir hafa verið mjög hrifnir af því að getað flokkað betur. Með aukinni vitund í að flokka, hjá fólki sem starfar eða sækir húsið, var aukin eftirspurn eftir meira rými fyrir flokkunarkör og var bætt við þá aðstöðu í húsinu.

Endurvinnsluhlutfall úrgangs fyrir 2024 var 54% miðað við 45,6% árið 2023 sem þýðir að úrgangur var betur endurunninn og minni úrgangur var óflokkaður eða fargað. Von er til þess að bæta flokkun enn frekar árið 2025 með betri greiningu á því hvaða sorp er að fara í almennt rusl og finna lausn til að minnka það.

Sumarið 2024 var 21 handblásari settur upp á salernum fyrir gesti og var það stórt skref í að minnka blandað sorp. Handblásarar eru umhverfisvænn, hagkvæmur og þægilegur kostur sem dregur úr pappírsnotkun og minnkar þannig kolefnisfótspor, stuðlar að minna skógarhöggi og minni ruslmyndun.

Handpappírsnotkun lækkaði um 40% milli áranna 2023 og 2024 sem er árangur sem Harpa er stolt af.

Harpa hefur á grænni vegferð sinni leitað ýmissa leiða til að minnka umhverfisfótspor sitt og skoðað flesta þætti í starfsemi sinni til að gera úrbætur. Ein af fjölmörgum aðgerðum sem ráðist hefur verið í er að nota fjölnota rafhlöður í stað einnota. Í annasömu viðburðahúsi sem Hörpu eru rafhlöður gríðarlega mikið notaðar og þá einkum í míkrófóna.

Framleiðsluferlið við gerð rafhlaðna hefur töluverð umhverfisáhrif þar sem þau eru gerð úr kolum og kolefnisfótspor hleðslurafhlaðna er margfalt minna en einnota rafhlaðna. Harpa fargar rafhlöðum á ábyrgan hátt í gegnum Terra efnaeyðingu en kaup á rafhlöðum hefur farið mjög svo minnkandi með árunum. Einnota rafhlöðunotkun hefur lækkað um 67% frá árinu 2019 en milli áranna 2023 og 2024 var lækkunin 20%.

Hringrásarhagkerfið

Árið 2023 tók Harpa mikilvægt skref í styrkingu hringrásarhagkerfisins með því að gera kröfu á seljendur búnaðar innan örútboðs að taka upp í eldri búnað frá Hörpu til endurnýtingu eða umhverfisvænnar endurvinnslu.

Markmiðið með hringrásarhagkerfinu er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda jarðar og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur. Á árinu var skipt út mixerum og tók söluaðilinn við gömlum mixerunum til að koma þeim inn í hringrásina. Einnig leggur Einnig leggur Harpa áherslu á að hafa auka ábyrgðartíma á tækjum til að ýta á framleiðendur og seljendur að gera vöruna endingarbetri. Harpa verslaði ekki eingöngu nýjar vörur heldur voru á árinu keypt keypt notuð ljós, myndavélar og myndvarpi.

Vilji Hörpu er að koma eldri lömpum eða lampaíhlutum í endurnýtingu eða endurvinnslu. Árinu 2023 hófust umfangsmiklar endurbætur á lýsingu í bílakjallara Hörpu. Tekin var ákvörðun um að nýta eldri ljósabúnað og tengingar áfram og breyta núverandi ljósum yfir í LED. Verkefnið var unnið í samstarfi við Lampar.is (áður Flúrlampar ehf.) sem framleiddi nýjan búnað inn í lampana. Með þessum hætti var allt nýtt áfram sem hægt var en á sama tíma verður lýsingin LED sem stuðlar að orkusparnaði. Upprunalegu lamparnir eru íslensk hönnun og framleiðsla og endurbæturnar voru líka íslensk framleiðsla en Harpa telur mikilvægt að styðja við íslenska framleiðslu eftir bestu getu. Neðri hæð bílakjallar Hörpu (K2) var LED-væddur að fullu á árinu 2024 og verður það sem eftir er á efri hæð kjallarans ( K1) klárað á árinu 2025.

Harpa geymir óskilamuni á öruggum stað í allt að þrjá mánuði en að þeim loknum eru óskilamunir flokkaðir og gefnir í góðgerðamál. Sumar flíkur fara í Konukot og aðrir óskilamunir eru settir á vegginn í Mæðragarðinum í Lækjargötu, sem er fyrir þá sem þangað þurfa að leita eftir hlýjum fatnaði. Verðmæti, eins og vesti og símar, eru afhent lögreglunni.

Innkaupastefna

Markmið innkaupastefnu Hörpu er að við kaup á vörum og þjónustu sé markvissum og skipulögðum vinnubrögðum beitt og farið að lögum og reglum um opinber innkaup. Gæta skal að vistvænum og sjálfbærum rekstri og stuðla að nýsköpun og nýta stafrænar innkaupaleiðir þegar því verður við komið. Innkaupastefna og tengdar verklagsreglur skulu stuðla að heilbrigðri samkeppni og koma í veg fyrir ómálefnalega mismunun. Lögð er áhersla á að huga ávallt að vistvænum og sjálfbærum innkaupum þegar því er við komið og að ástunda heiðarleg viðskipti, þar sem jafnræði, gagnsæi og hagkvæmni eru höfð að leiðarljósi.er

Myndir frá fasteigna- og umhverfissviði