Rekstr­ar­að­ilar í Hörpu

Rekstraraðilar í Hörpu endurspegla sérstöðu hússins hvað varðar gæði og fagmennsku. Veitingaþjónusta og veitingastaðir bjóða upp á úrvals íslenskt hráefni og gjafavöruverslun með íslenskst handverk og hönnun í forgrunni.

KH Veit­ingar

KH Veitingar er veisluþjónusta Hörpu sem býður upp á veitingar fyrir alla viðburði svo sem ráðstefnur, fundi, sölusýningar, árshátíðir, brúðkaup, fermingar, erfidrykkjur og hvers kyns einkasamkvæmi. Starfsfólk KH veitinga hefur áratuga reynslu í veitinga- og veisluþjónustu.

KH Veitingar

Hnoss Bistro

Veitingastaðurinn Hnoss er á jarðhæð Hörpu. Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu. Mikil áhersla er lögð á ferskt hráefni, gæði og góða þjónustu.

Hnoss restaurant

La Prima­vera

Veitingastaðurinn La Primavera er staðsettur á fjórðu hæð í Hörpu með einstöku útsýni yfir höfnina. Veitingastaðurinn er opinn öll fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld. Á La Primavera sameinast matarhefð frá Norður Ítalíu og úrvals íslensk hráefni.

La Primavera

Ramma­gerðin

Rammagerðin er í glæsilegu verslunarrými á jarðhæð hússins. Basalt Arkitektar sáu um hönnun rýmisins sem er staðsett í austurhlið jarðhæðarinnar. Markmiðið með opnun verslunarinnar er að skapa vettvang fyrir íslenska hönnuði sem vilja koma á framfæri sinni hönnun í listrænu og lifandi rými.

Rammagerðin

Reykjavík Recording Orchestra

Reykjavík Recording Orchestra (RRO) hefur aðsetur sitt í Hörpu pg samanstendur af hópi fremstu tónlistarmanna og fagfólks í hljóði. RRO sérhæfir sig í upptökum fyrir kvikmyndir, sjónvarp, leiki, fjölmiðla og tónlist úr ýmsum áttum. Harpa hentar því afar vel fyrir starfsemi RRO enda margverðlaunuð fyrir hljóðvist. RRO hefur á þessu ári einnig unnið að verkefnum fyrir Hans Zimmer fyrir Frozen Planet 2 á vegum BBC, Davið Attenborough, Apple TV, Netflix, Amazon, Decca og Deutsche Grammophon auk íslensku myndarinnar Svar við bréfi Helgu.

Reykjavík Recording Orchestra

Green Parking

Green Parking sér um rekstur bílastæðahúss Hörpu. Bílastæðahúsið er með 545 stæðum sem eru opin allan sólarhringinn og þar af eru 13 hleðslustæði. Stæðin eru björt, upphituð og aðgengi er beint inn í Hörpu.

115 Security