Rekstraraðilar í Hörpu
Rekstraraðilar í Hörpu endurspegla sérstöðu hússins hvað varðar gæði og fagmennsku. Veitingaþjónusta og veitingastaðir bjóða upp á úrvals íslenskt hráefni og gjafavöruverslun með íslenskst handverk og hönnun í forgrunni.
Rammagerðin er í glæsilegu verslunarrými á jarðhæð hússins. Basalt Arkitektar sáu um hönnun rýmisins sem er staðsett í austurhlið jarðhæðarinnar. Markmiðið með opnun verslunarinnar er að skapa vettvang fyrir íslenska hönnuði sem vilja koma á framfæri sinni hönnun í listrænu og lifandi rými.
Reykjavík Recording Orchestra (RRO) hefur aðsetur sitt í Hörpu pg samanstendur af hópi fremstu tónlistarmanna og fagfólks í hljóði. RRO sérhæfir sig í upptökum fyrir kvikmyndir, sjónvarp, leiki, fjölmiðla og tónlist úr ýmsum áttum. Harpa hentar því afar vel fyrir starfsemi RRO enda margverðlaunuð fyrir hljóðvist. RRO hefur á þessu ári einnig unnið að verkefnum fyrir Hans Zimmer fyrir Frozen Planet 2 á vegum BBC, Davið Attenborough, Apple TV, Netflix, Amazon, Decca og Deutsche Grammophon auk íslensku myndarinnar Svar við bréfi Helgu.