Ársreikn­ingar 2024

Rekstur samstæðu Hörpu var í góðu jafnvægi á árinu en flestir tekjuþættir fóru fram úr áætlun á sama tíma og tókst að stýra kostnaði með ábyrgum hætti.

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 300,6 milljónir króna árið 2024, samanborið við 197,6 milljónir króna árið 2023.

Tekjur af starfseminni hækka um 11,8% á milli ára og námu 1.858,9 milljónum króna.

Rekstrargjöld samstæðunnar námu alls 2.190,8 milljónum króna og hækkuðu um 4,5% milli ára sem verður að teljast mjög góður árangur í ljósi þess að viðburðahald var töluvert umfangsmeira en árið 2023.

Tap að fjárhæð 13,8 milljónir króna varð af heildarstarfsemi samstæðunnar á árinu að teknu tilliti til tekjuskatts, afskrifta og fjármagnsliða samanborið við 65,4 milljóna króna tap á árinu 2023. Eigið fé samstæðunnar nam 10.757,2 milljónum króna í árslok 2024 og er eiginfjárhlutfallið 30%.