Börn og Fjölskyldan, Fjölskyldudagskrá Hörpu, Ókeypis viðburður, Tónlist

Event poster

Fjöl­skyldu­dag­skrá Hörpu: Dýratónar

Verð

0 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 24. apríl - 13:00

Salur

Ríma

DÝRATÓNAR eru hluti af tónlistarhátíðinni BIG BANG á sumardaginn fyrsta. 

Hvar: Ríma

Hvenær: kl.12.00 / 12.20 / 13.20 / 14.00 / 14.20 / 14.40

Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir býður börnum og fjölskyldum að kanna undraverðan heim dýratóna með sér.

Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið liggið úti í grænu grasi. Sólin skín á andlitið og fuglarnir tísta. Lóan syngur dirrindí, Krumminn krunkar og Hrossagaukurinn stingur sér niður í háloftunum.  

Krybbur dansa á milli stráa. Humlurnar flögra á milli blóma. Hlý golan leikur um okkur.

Við setjumst upp og horfum út á hafið. Heyriði hvalina syngja?  

Má bjóða ykkur að spila á fuglahljóðin, búa til takta úr engisprettum og heyra hvernig hvalir hljóma ofan í sjónum?

Eða viljið þið jafnvel koma inn og slaka á í fallegum hljóðheimi dýra og barna?

Komið og takið þátt í dýratónum, þar sem fuglar, skordýr, hvalir og börn sameinast.

Aðgangur ókeypis - skráning óþörf.

Aðgengi:
Viðburðurinn fer fram á íslensku - hægt að spyrja spurninga á ensku.
Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna á heimasíðu Hörpu.

Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari/upptökumaður á vegum Hörpu gæti verið viðstaddur viðburðinn. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir/myndbönd af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndarann vita á staðnum eða í gegnum netfangið markadsdeild@harpa.is


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

fimmtudagur 24. apríl - 13:00

Ríma

Ríma er lítill salur/fundarherbergi á fyrstu hæð Hörpu sem hentar vel fyrir fundi, sem hluti af ráðstefnurými, listviðburð eða aðra smærri viðburði.

a large conference room with rows of black chairs and a large screen .

eventTranslations.event-showcase-ríma