Ársreikningur
Rekstrarhagnaður Hörpu fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 365,2 milljón króna árið 2022, samanborið við 121,8 milljónir króna árið 2021. Tekjur af starfseminni námu 1.593,5 milljónum króna samanborið við 782,5 milljónum króna árið 2021, en voru fyrir áhrif Covid-19 1.209,6 milljónir árið 2019 og nemur hækkunin frá þeim tíma 32%. Rekstrarframlag frá eigendum nam í upphafi árs 450 milljónum króna auk tekjufærðs mismunar vegna fjármögnunarsamnings 27,2 milljónir króna en vegna íþyngjandi áhrifa heimsfaraldursins náðust samningar um viðbótarframlög að fjárhæð 281,0 milljónir króna. Alls námu því tekjur samstæðunnar 2.351,7 milljónum króna og er það 784 milljóna króna hækkun frá fyrra ári.
Ársreikningur samstæðu Hörpu
Rekstrartekjur samstæðu Hörpu með framlagi
Þróun tekna 2019-2022
Rekstrargjöld samstæðu Hörpu
Rekstrargjöld samstæðunnar námu alls 1.986,4 milljónum króna og jukust um jukust um 37,4% eftir að hafa dregist verulega saman árið 2021 vegna víðtækra aðhaldsaðgerða á tímum heimsfaraldurs Covid19. Á árinu var eignfært ógreitt skipulagsgjald að fjárhæð 134 m.kr. sem er 0,3% af brunabótamati fasteignar, sama fjárhæð var færð til gjalda sem virðisrýrnun.
Tap að fjárhæð 116,5 milljónir króna varð af heildarstarfsemi samstæðunnar á árinu að teknu tilliti til tekjuskatts, afskrifta og fjármagnsliða samanborið við 162 milljóna króna tap á árinu 2021. Eigið fé samstæðunnar nam 10.836,5 milljónum króna í árslok 2022 og er eiginfjárhlutfallið 31%.
Rekstrargjöld samstæðu Hörpu 2022
Þróun á kostnaði 2019 - 2022
Ársreikningar samstæðunnar