Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í 70 ár. Hún heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, en á einnig samstarf við listafólk úr öðrum greinum tónlistar.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í 70 ár. Hún heldur um 100 tónleika á hverju starfsári, m.a. áskriftartónleika með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, en á einnig samstarf við listafólk úr öðrum greinum tónlistar. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er heimili Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Hljómsveitin hefur hljóðritað fyrir alþjóðleg útgáfufyrirtæki, meðal annars Sono Luminus og Deutsche Grammophon, og hlotið tilnefningar til Grammy-verðlauna fyrir besta hljómsveitardisk. Þá hefur hún haldið í ótal tónleikaferðir innanlands sem erlendis og meðal annars leikið á Proms-tónlistarhátíðinni í Royal Albert Hall og í Carnegie Hall í New York. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar frá árinu 2020 er hin finnska Eva Ollikainen.
Vefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands er sinfonia.is