Heim­sókn í Hörpu

Njótið þess að koma í Hörpu. Vinsamlegast gefið ykkur nægan tíma, hvort sem þið komið fótgangandi, notið almenningssamgöngur, eða þurfið að leggja bíl eða hjóli. Allt tekur sinn tíma, hvort sem þið þurfið að ná í miða eða gæða ykkur á veitingum eða drykk fyrir viðburð.

Harpa er einn fjölsóttasti áfangastaður Reykjavíkur og miðstöð mannlífs og menningar í hjarta borgarinnar. Harpa stendur við strandlengjuna og tengist miðbænum með gönguleiðum bæði meðfram gömlu höfninni og um nýjan miðbæjarkjarna meðfram Reykjastræti.

Við mælum með að gestir noti vistvænan ferðamáta þegar ferðast er til og frá Hörpu en hjólastandar eru bæði á austurhlið hússins og í bílakjallara.

Harpa er aðeins í nokkra mínútna göngufjarlægð frá Lækjartorgi sem er ein helsta miðstöð almenningssamgangna í borginni. Á höfuðborgarsvæðinu aka flestar leiðir Strætó á 15 mínútna fresti en utan annatíma á 30 mínútna fresti. Hér má nálgast upplýsingar um komur og brottfarir strætisvagna við Hörpu.

Skoðunarferð um Hörpu

Skoðunarferð um Hörpu er ógleymanleg upplifun.Leiðsögumenn segja þér allt um hönnunina, hinn einstaka glerhjúp Ólafs Elíassonar og allt hitt sem gerir Hörpu að því einstaka mannvirki sem hún er. Harpa býður upp á skoðunarferðir um húsið með leiðsögn. Boðið er upp á almenna skoðunarferð, skoðunarferðir fyrir sérhópa og skoðunarferðir með söng eða arkitekt.

Múlinn jazzklúbbur

Múlinn jazzklúbbur heldur reglulega tónleika í Hörpu. Dagskráin er að öllu jöfnu metnaðarfull og fjölbreytt og gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt jazzlíf þar sem allir straumar og stefnur eiga heima. Múlinn er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Stofnár Múlans var haustið 1997 en fyrstu tónleikarnir fóru fram í ársbyrjun 1998. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Verslun og veitingastaðir

Harpa er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar og þar er að finna fjölbreytta þjónustu, veitingastaði og verslun.

Algengar spurningar

Tengt efni

Myndatökur í Hörpu

Myndatökur í Hörpu

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Bílastæði

Bílastæði

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar
Fatahengi

Fatahengi

Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar
Nánari upplýsngar