Heims­markmið

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 með 169 undirmarkmiðum. Harpa hefur valið neðangreind markmið til að setja í forgang og tengja við starfsemi sína.  

Starfsfólk Hörpu tók þátt í að velja þau markmið sem þau töldu að ættu vel við starfsemina og hafin er innleiðing með marktækum hætti.  

Áður en að valinu kom fékk starfsfólk kynningu á Heimsmarkmiðunum og hvernig þau væru hugsuð sem liður í áherslum félagsins á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.  

Heilsa og vellíðan

Með því að vera vel rekinn mannvænn vinnustaður stuðlum við að heilbrigðu líferni og vellíðan starfsfólks. Harpa setur markmið í tengslum við heilsu og vellíðan starfsmanna (m.a. heilsustyrkir og heilsufarsmælingar). Hlutverk Hörpu er m.a. að skapa menningarleg og samfélagsleg verðmæti með því að vera samkomuhús þjóðarinnar og vettvangur fyrir fjölbreytta viðburði. Tónlist, samvera og menningarupplifun eykur lífsgæði og stuðlar að góðri andlegri heilsu.

Jafnrétti kynjanna

Harpa leggur ríka áherslu á jafnrétti allra kynja með skýrri jafnréttisstefnu, -áætlun og jafnlaunavottun (málefnalegar launaákvarðanir og sömu laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf). Áætlun tryggir að markvisst sé stuðlað að jafnrétti kynja og að kynja- og jafnréttissjónarmið séu samofin starfsemi félagsins. UFS skýrsla veitir opinberar upplýsingar um lykilmælikvarða í jafnréttismálum. Harpa er aðili að KeyChange verkefninu og hefur skuldbundið sig til að stuðla að jafnri stöðu kvenna á vettvangi tónlistar.

Góð atvinna og hagvöxtur

Stefna Hörpu er að skapa efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti. Það er m.a. gert með því að vera vettvangur fyrir um 1300 viðburði á ári sem eru atvinnuskapandi fyrir mjög breiðan hóp. Gjaldeyrisskapandi alþjóðlegt viðburðahald allt árið um kring. Áfangastaður og aðdráttarafl sem styrkir ferðaþjónustu í Reykjavík – styður atvinnustig, breikkar þjónustu og eykur gjaldeyristekjur. Markmið um að vera eftirsóttur og framúrskarandi vinnustaður fyrir fagfólk á kjarnasviði starfseminnar. Harpa er með markmið um að aukna framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag. Harpa hefur sett sér skýr markmið um að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni. Harpa hefur lokið öllum 5 Grænum skrefum Umhverfisstofnunar um opinberan rekstur og heldur áfram stöðugum úrbótum. Harpa hefur hlotið Svansvottun sem ráðstefnuhús. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins með hag komandi kynslóða að leiðarljósi og bjóða neytendum val um umhverfisvæna kosti.

Aðgerðir í loftslagsmálum

Harpa hefur sett sér skýr markmið um að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum með því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni. Harpa hefur lokið öllum 5 Grænum skrefum Umhverfisstofnunar um opinberan rekstur og heldur áfram stöðugum úrbótum. Harpa hefur hlotið Svansvottun sem ráðstefnuhús. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins með hag komandi kynslóða að leiðarljósi og bjóða neytendum val um umhverfisvæna kosti.

Græn stefna Hörpu og áfangar sem hefur verið náð