Ársreikningur 2023
Rekstrarhagnaður árið 2023 (EBITDA) var 197,6 m.kr. og afkoma ársins að teknu tilliti til tekjuskatts, afskrifta og fjármagnsliða batnaði um tæp 44% en bókfært tap nam 65,5 m.kr. Eigið fé samstæðunnar nam 10.771 m.kr. í árslok 2023 og er eiginfjárhlutfallið 30%.
Tekjur af starfseminni hækka um 4,4% á milli ára og námu 1.663 milljónum króna samanborið við 1.593,5 milljónir króna árið 2022. Rekstrarframlög eigenda, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar lækkuðu á milli ára um 16,8% eða 127,6 milljónir króna. Sérstakur stuðningur vegna heimsfaraldursins féll niður og námu rekstrarframlög ársins 601 milljón króna. Rekstrartekjur með framlögum eigenda námu því samtals 2.293,7 milljónum króna og lækkuðu um 2,5%.
Rekstrargjöld samstæðunnar námu alls 2.096,1 milljónum króna og um jukust um 5,5% frá árinu 2022.
Ársreikningar samstæðunnar
Rekstrartekjur Hörpu 2023
Rekstrargjöld Hörpu 2023
Þróun tekna 2021-2023
Þróun kostnaðar 2021-2023