Fólkið okkar
Harpa leggur áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður og fyrsti valkostur þeirra sem vilja starfa í faglegu, skapandi og menningartengdu umhverfi. Lögð er áhersla á uppbyggilega og jákvæða vinnustaðamenningu og að allt starfsfólk hafi rödd.
Stefna Hörpu er að virða mannréttindi og jafnrétti í allri starfsemi sinni og er megináhersla lögð á að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk er með jafna stöðu og fær jöfn tækifæri til starfsframa og launa.
Kjarninn í stefnunni er að skapa sveigjanlegt og jákvætt starfsumhverfi þar sem virðing og jöfn tækifæri eru höfð í hávegum.
Stefnan er skuldbinding Hörpu til að vinna markvisst að umbótum í jafnréttis- og mannréttindamálum, þar sem fylgt er eftir lögum og reglum um jafna stöðu og tækifæri starfsfólks. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr.62/1994 og mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands eru einnig lögð til grundvallar í jafnréttis- og mannréttindastefnu Hörpu.
Harpa virðir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hvað réttindi barna og ungmenna varðar og virðir og líður hvorki barnaþrælkun né nauðungarvinnu. Félagið fer að lögum og reglum hvað þetta varðar í allri starfsemi sinni og gerir viðlíka kröfur til samstarfsaðila og birgja. Harpa leggur sig fram við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi og framkvæmir reglubundið áhættumat til að stuðla að sem bestri heilsu, öryggi og forvörnum á vinnustaðnum.
Markmiðið með stefnunni er að stuðla að jafnrétti þar sem kynja- og jafnréttissjónarmið eru samofin starfsemi félagsins. Harpa hefur valið fimm Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í starfsemi sinni og er þar meðal annars lögð áhersla á heilsu og vellíðan starfsfólks jafnrétti kynja og þjónustu við gesti.
Jafnréttis- og mannréttindastefna Hörpu
Jafnlaunavottun og launagreining
Harpa er með faggilta jafnlaunavottun, en meginmarkmið slíkrar vottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þriðja hvert ár er vottunin tekin út og var síðasta úttekt og endurnýjun vottunarinnar hjá Hörpu árið 2023. Niðurstöður launagreiningar Hörpu fyrir árið 2023 sýna að kynbundinn launamunur mælist 0,9% konum í vil. Þessi munur stendur eftir þegar heildarlaun karla og kvenna eru borin saman að teknu tilliti til starfaflokkunar, þegar starfsaldur er metinn í fagi og fastra eða breytilegra launa.
Kynjahlutfall
Fjöldi einstaklinga starfandi á árinu
Fastráðnar konur
Fastráðnir karlar
Tímavinnufólk konur
Tímavinnufólk karlar
Vinnustaðagreiningar
Harpa gerir reglulega vinnustaðagreiningar þar sem starfsfólk er beðið um að lýsa skoðun sinni á málefnum er snúa að vinnustaðnum og líðan þeirra þar. Eins tekur Harpa þátt í könnun VR um Fyrirtæki ársins og fær þar samanburð við aðra vinnustaði á viðhorfi starfsfólks. Lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt öryggi starfsfólks og er áhættumat framkvæmt því til stuðnings og brugðist við þar sem þurfa þykir.
Vinnustaðagreiningar september 2023
Starfsánægja
Skýr framtíðarsýn (ég get séð mig í starfi hjá Hörpu eftir 1 ár)
Ég er hvött/hvattur til að leita mér nýrra leiða til að vinna starf mitt betur
Heildareinkunn í Fyrirtæki ársins 2023
Starfsandi í Fyrirtæki ársins 2023
Öruggur vinnustaður
Ánægjulegt er að greina frá því að engin slys eða næstum slys voru skráð á starfsfólk á árinu. Harpa er með virkt athugasemdakerfi þar sem haldið er utan tilkynningar sem varða öryggismál. Kerfið er opið starfsfólki Hörpu sem og íbúum þess og geta öll sett inn ábendingar og skráð atvik ef þau verða.
Í samskiptasáttmála starfsfólks Hörpu eru virðing, fagmennska og jafnræði í forgrunni og er áhersla lögð á að öll samskipti og hegðun á vinnustaðnum endurspegli þau gildi. Harpa leggur áherslu á gagnkvæma virðingu í samskiptum og greiða leið að stuðningi í tengslum við samskiptavanda ef hann kemur upp.
Samgöngusamningur
Eldsneytisnotkun farartækja myndar hluta af kolefnisspori Hörpu. Það er því lögð mikill áhersla á að hvetja starfsfólk til að nýta sér umhverfisvæna kosti til og frá vinnu. Með umhverfisvænum kostum er átt við allan ferðamáta annan en að ferðast til og frá vinnu á einkabíl, svo sem að ganga, hjóla eða ferðast með strætisvögnum.
Harpa hóf að bjóða starfsfólki samgöngusamning árið 2021 en árið 2023 var boðið upp á tvær gerðir af samgöngustyrkjum, allt árið eða frá maí til september. Þar sem vinnutími flests starfsfólks er ekki hinn hefðbundni frá kl. 8:00 til 16:00 þá hefur starfsfólk ekki treyst sér í að taka upp samgöngustyrkinn. Gerð var könnun meðal starfsfólks um ferðavenjur og var ein spurningin „Hvaða hvati þarf að vera til þess að þú veljir samgöngusamning?“ og kom þar í ljós að almennar samgöngur þurfa að vera tíðari til að það mundi borga sig. Kannanir sýna að heildarlosun af samgöngum starfsfólks var 25,6 tCO₂í en 2023 17,3 tCO₂í. Má rekja það til þess að fleira starfsfólk hafði fest kaup á rafmagnsbíl á árinu. Notkun á almenningsamgöngum stóð í stað milli ára, eða 1,1 tCO₂í á ári.
Ferðavenjur starfsfólks ti og frá vinnu
Gangandi
Hjólandi
Strætó
Rafmagnsbíll
Tvinnbíll
Díselbíll
Bensínbíll
Heilsuvernd
Hlutfall starfsfólks sem nýtir sér íþróttastyrk
Hlutfall starfsfólks sem nýtir sér samgöngustyrk
Hlutfall starfsfólks sem fór í heilusmælingu
Fræðsla og þjálfun
Harpa innleiddi fræðslukerfi á árinu og með því er lögð aukin áhersla á fræðslu sem snýr að andlegri og líkamlegri heilsu ekki síður en starfstengdri fræðslu. Harpa styður vel við þróun starfsfólks síns með því að bjóða upp á námskeið á vinnustaðnum og með því að hvetja starfsfólk til að taka frumkvæði að starfsþróun sinni. Harpa veitir tækifæri til starfsþróunar innan vinnustaðarins.
Fjölskylduvænn vinnustaður
Markmiðið með fjarvinnustefnu Hörpu er að stuðla að fjölskylduvænum og sveigjanlegum vinnustað og jákvæðu framlagi til umhverfisins með því að minnka kolefnisspor og draga úr umferð. Stefnan nær til allra fastráðinna starfsmanna Hörpu sem eru í verkefnum sem henta til fjarvinnu og skila ábata fyrir báða aðila.