
Verslun og veitingastaðir

Harpa er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar og þar er að finna fjölbreytta þjónustu, veitingastaði og verslun. Velkomin í Hörpu.
Hnoss restaurant
Hnoss restaurant er á jarðhæð Hörpu. Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu. Mikil áhersla er lögð á ferskt hráefni, gæði og góða þjónustu.

La Primavera
La Primavera Restaurant er staðsettur á fjórðu hæð í Hörpu með einstöku útsýni yfir höfnina. Veitngastaðurinn er opinn öll fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld. Á La Primavera sameinast matarhefð frá Norður Ítalíu og úrvals íslensk hráefni.

Rammagerðin
Rammagerðin er í glæsilegu verslunarrými á jarðhæð hússins. Basalt Arkitektar sáu um hönnun rýmisins sem er staðsett í austurhlið jarðhæðarinnar. Markmiðið með opnun verslunarinnar er að skapa vettvang fyrir íslenska hönnuði sem vilja koma á framfæri sinni hönnun í listrænu og lifandi rými.

Myndir







