Silf­ur­berg

Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er tilvalinn fyrir hvers kyns viðburði, veislur, sýningar eða tónleika.

Silfurberg er á annarri hæð hússins og sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum.  Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld. Sviðið getur verið í mismunandi stærðum og er færanlegt. Sætin eru laus og gólfið flatt, en hallandi sæti við enda salarins.  Hægt er að skipta salnum í tvennt með fellivegg sem er hljóðeinangraður og rúmar þá hvor salur um sig um 300 gesti í sæti.

Tvennar hljóðeinangraðar dyr tengja Silfurberg og Norðurljós, en hægt er að samnýta salina fyrir stærri viðburði.

Hægt er að leigja svæðið Eyri fyrir utan Silfurberg aukalega eða sér. Í Eyri er hátt til lofts og fallegt útsýni yfir höfnina sem gerir það að upplögðu rými fyrir standandi móttökur.

Allir viðburðir i Silfurbergi.

Skoðaðu salinn

Bóka ráðstefnu, fund eða tónleika í Hörpu

Ráðstefnudeild

Tónlistardeild

Myndasafn