Opin rými
Opin rými Hörpu bjóða upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir móttökur og sýningar.
Fjölmörg opin rými innan Hörpu bjóða upp á möguleika fyrir stórar sem smáar veislur og móttökur. Veisluþjónusta Hörpu, er með færanlega veitingabari sem flytja má milli rýma, eftir hentugleikum.
Í aðalrými fyrstu hæðar er Flói, 1.000 fermetra glæsilegt opið rými, sem hentar vel fyrir móttökur og veisluhöld — eða sem sýningarsvæði. Úr Flóa er útsýni yfir Esjuna, höfnina og miðborgina. Hægt er að koma fyrir 530 manns í veisluuppsetningu í rýminu, en talsvert fleirum í standandi móttöku.
Eyri, er gullfallegt 300 fermetra rými, sem staðsett er á annarri hæð Hörpu, með útsýni yfir höfuðborgarsvæðið til vesturs og yfir Reykjavíkurhöfn.
Fleiri rými eru í Hörpu, sem henta fyrir ýmsa viðburði. Má þar nefna bæði Hörpuhorn (opið 500 fermetra rými) og Norðurbryggju (opið rými 300 fermetra rými).
Tækniupplýsingar
Skoðaðu salinn
Bóka ráðstefnu, fund eða tónleika í Hörpu