Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns
Sjóðnum er ætlað að stuðla að eflingu íslensks tónlistarlífs og að styðja tónlistarfólk til að koma fram í Hörpu.
Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns var stofnaður fyrir það fé sem safnað var um árabil til byggingar tónlistarhúss. Núverandi styrktaraðilar í sjóðnum eru nokkur hundruð og kusu flestir þeir, sem styrktu Samtök um tónlistarhús áður, að halda áfram að styrkja sjóðinn eftir að honum var breytt í styrktarsjóð sem úthlutar styrkjum árlega til tónleikahalds í Hörpu.
Umsækjendur geta verið m.a. einstaklingar, tónlistarhópar, tónlistarhátíðir, hljómsveitir og félagasamtök. Ítarlegri úthlutunarreglur og umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu SUT.