Ungstirni evrópskar tónlist­ar­senu

Heimssviðið er tónleikaröð á vegum Hörpu þar sem ungt tónlistarfólk hvaðanæva að er kynnt til leiks og eru tónlistarunnendur hvattir til að fylgjast vel með. Tónleikaröðin hófst sl. haust og er hluti af glæsilegri 10 ára afmælisdagskrá Hörpu. Heimssviðið er styrkt af Classical Futures Europe, í gegnum ECHO, sem eru samtök evrópskra tónlistarhúsa.

Tónleikaröð Heimssviðsins er meira en hefðbundnir tónleikar. Allt tónlistarfólkið skipuleggur aukalega viðburð, ætlað til þess að víkka út tónleikaformið.

Listamenn Heimssviðsins veturinn 2021-2022 eru:

1. september: Anna Gréta Sigurðardóttir, jazzpíanisti. Tónleikar í samstarfivið Jazzhátíð Reykjavíkur.

22. september: Elisabeth Plank, hörpuleikari frá Austurríki. Barnatónleikar, auk einleikstónleika, og leikur með nafn tónlistarhússins, Hörpu.

12. október: Andri Björn Róbertsson, bassabarítón. Útgáfutónleikar og streymisviðburður.

16-18 febrúar: João Barradas, jazzharmónikkuleikari frá Portúgal. Klassískir einleikstónleikar og jazztónleikar í samstarfi við Múlann.

4-5. mars: ARIS kvartettinn, frá Þýskalandi: Kvartetttónleikar og masterclass í kammertónlist.

23. mars: Johannes Piirto, píanóleikari frá Finnlandi: Tónleikar með áherslu á skandinavíska tónlist og eigin tónsmíðar. Masterklass fyrir nemendur Listaháskóla Íslands.

6. apríl: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran. Tónleikar með myndvörpun og dansi.

11. maí: Dúó Edda, fiðla og selló: Tónleikar með kraftmiklum tónsmíðum fyrir fiðlu og selló. Dúóið ætlar að taka flott kynningarmyndbönd í Eldborg samhliða tónleikaundirbúningi.

Ekki missa af þessari einstöku tónleikaröð - TRYGGÐU ÞÉR MIÐA HÉR.

Tónlistarröðin er styrkt af Classical Futures Europe, í gegnum ECHO, sem eru samtök evrópskra tónlistarhúsa. Nánari upplýsingar.

Listamenn Heimssviðsins