ráðstefna

Ferða­þjón­ustu­dag­urinn 2024: Álags­stýring á fjöl­sóttum ferða­manna­stöðum

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

14.900 kr

Næsti viðburður

mánudagur 7. október - 08:30

Salur

Silfurberg

Ferðaþjónustudagurinn 2024: Álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum

Á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn er í samstarfi Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs, verður sjónum beint að áskorunum og reynslu af álagsstýringu á áfangastöðum hér á landi sem erlendis og nauðsynlegu samtali stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um viðfangsefnið. Þá verður jafnframt horft til þess hvernig álagsstýring birtist í markmiðum og aðgerðum í nýsamþykktri ferðamálastefnu.

Ráðstefnan á meðal annars erindi við eigendur, stjórnendur og starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja sem og aðra hagsmunaaðila, þ.á.m. stjórnmálamenn og starfsfólk ráðuneyta, sveitarfélaga og stjórnsýslustofnana sem snerta reglusetningu og stýringu ferðaþjónustu á fjölbreyttan hátt, eigendur áfangastaða í einkaeigu og fjárfesta, rannsóknaraðila. Öllum sem vilja afla sér aukinnar þekkingar á þróun ferðaþjónustu á Íslandi næstu ár er velkomið að taka þátt.

Dagskrá Ferðaþjónustudagsins 2024 og allar nánari upplýsingar er hægt að finna á upplýsingavef ráðstefnunnar.

Upplýsingavefur um ráðstefnuna

Ráðstefnugestum er bent á að mögulegt er að sækja styrki eða endurgreiðslu á ráðstefnugjaldi og ferðakostnaði til stéttarfélaga og starfsmenntasjóða. Rétt er að geta þess að úthlutunarreglur eru breytilegar eftir sjóðum. Upplýsingar um styrki starfsmenntasjóða er að finna á Áttin.is

Innifalið í miðaverði eru morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og léttar veitingar í lok dags.


Viðburðahaldari

Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður og Þingvallaþjóðgarður

Miðaverð er sem hér segir:

A

14.900 kr.

Silfurberg

Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er tilvalinn fyrir hvers kyns viðburði, veislur, sýningar eða tónleika.