börn og fjölskyldan, leikhús, sýning
Karíus og Baktus
Verð
4.750 kr
Tímabil
7. desember - 19. janúar
Salur
Kaldalón
Karíus og Baktus
Tanntröllin Karíus og Baktus lifa sannkölluðu sældarlífi í munninum á drengnum Jens. Enda notar hann tannburstann lítið sem ekkert og vill helst gæða sér á allskyns sætindum sem Karíus og Baktus kunna svo sannarlega að meta. Félagarnir hreiðra um sig í tönnunum og ræða framtíðardrauma um byggingaframkvæmdir í munninum. En þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis sem setur framkvæmdirnar í uppnám og félagarnir þurfa að leita á nýjar slóðir.
Karíus og Baktus er sígilt ævintýri eftir Thorbjörn Egner. Sagan kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu prakkarar notið mikilla vinsælda meðal barna víða um heiminn.
Nú
má sjá þessa sígildu prakkara í fallegu leikhúsi sem sett hefur verið upp í
Kaldalóni í Hörpu en það er miklu skemmtilegra að kíkja á þá þar en að hafa
þá í munninum á sér. Karíus og Baktus er hress og skemmtileg sýning fyrir alla
aldurshópa og er tilvalin fyrir unga krakka sem eru að kynnast töfrum
leikhússins í fyrsta skipti.
Sýningin er um 45 mínútur að lengd og án hlés.
Leikarar: Albert Halldórsson og Snædís Lilja Ingvarsdóttir
Leikstjórn: Sara Marti og Agnes Wild
Leikmynd og búningar: Steinunn Marta Önnudóttir
Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson
Myndband: Steinar Júlíusson
Leikmunir: Eva Björg Harðardóttir
Sýningarleyrsla: Óðinn Ragnarsson
Framleiðslustjórn: Jón Þ. Kristjansson
Viðburðahaldari
Daldrandi
Miðaverð er sem hér segir:
A
4.750 kr.
Dagskrá
laugardagur 7. desember - 13:00
laugardagur 7. desember - 15:00
föstudagur 27. desember - 13:00
föstudagur 27. desember - 15:00
sunnudagur 29. desember - 13:00
Hápunktar í Hörpu