25. nóvember 2021

Alþjóð­legur baráttu­dagur gegn kynbundnu ofbeldi

Harpa lýsir hjúp sinn appelsínugulan í dag, 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi.

Liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis.

Líkt og í fyrra verður engin Ljósaganga UN Women á Íslandi sökum heimsfaraldursins, en gangan hefur markað upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Í stað ljósgöngu, hvetur UN Women á Íslandi alla til að kveikja á kerti af virðingu við óþrjótandi baráttu afganskra kvenna fyrir lífi án ofbeldis.

Fréttir