25. nóvember 2021
Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi
Harpa lýsir hjúp sinn appelsínugulan í dag, 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi.
Liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis.
Líkt og í fyrra verður engin Ljósaganga UN Women á Íslandi sökum heimsfaraldursins, en gangan hefur markað upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Í stað ljósgöngu, hvetur UN Women á Íslandi alla til að kveikja á kerti af virðingu við óþrjótandi baráttu afganskra kvenna fyrir lífi án ofbeldis.
Fréttir
6. nóvember 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
22. október 2024
Styrkir til tónleikahalds í Hörpu
Umsóknir til tónleikhalds árið 2025
18. október 2024
Harpa leitar að mannauðs- og gæðastjóra
Ef þú hefur brennandi áhuga á að leiða mannauðs- og gæðaverkefnin í Hörpu - viljum við endilega heyra frá þér.