6. nóvember 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
Það voru höfundarnir Niels Fredrik Dahl og Jakob Martin Strid, tónskáldið Rune Glerup, arkitektinn Arnhildur Pálmadóttir og kvikmyndaleikstjórinn Dag Johan Haugerud, auk framleiðandanna Yngve Sæther og Hege Hauff Hvattum, sem hlutu verðlaunin í ár.
Verðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að vekja áhuga almennings á norrænum bókmenntum, tungumálum, kvikmyndum og tónlist. En þar að auki eru veitt umhverfisverðlaun fyrir sérstakt framlag til þess að auka sjálfbærni á Norðurlöndum.
Hópurinn heimsótti La Primavera í Hörpu í hádegisverð og fékk eftir matinn leiðsögn um húsið með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu.
Harpa óskar verðlaunahöfunum innilega til hamingju!
Fréttir
4. desember 2024
Opnunartími í Hörpu yfir hátíðirnar
Kynntu þér opnunartímana og dagskrána í Hörpu yfir hátíðirnar
6. nóvember 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
22. október 2024
Styrkir til tónleikahalds í Hörpu
Umsóknir til tónleikhalds árið 2025