10. febrúar 2025

Sígildir Sunnu­dagar 2025 - 2026

Harpa auglýsir eftir þátttakendum í tónleikaröðina

Harpa tónlistar-og ráðstefnuhús auglýsir eftir þátttakendum í tónleikaröðina Sígildir sunnudagar veturinn 2025-2026.

Sígildir sunnudagar er regnhlífarhugtak yfir klassískar tónleikaraðir og staka viðburði í Norðurljósum/Kaldalóni á sunnudögum kl 16:00 frá september 2025 og fram í miðjan maí 2026. Með röðinni gefst áheyrendum kostur á fyrsta flokks kammertónleikum vikulega í Hörpu. Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval tónleika með sígildri söng- og hljóðfæratónlist.

Sem fyrr er skipulag tónleika í höndum tónlistarhópanna sjálfra en Harpa veitir röðinni stuðning með afslætti á salarleigu, kynningu og aðstoð við markaðssetningu á íslensku og ensku með það að markmiði að stækka áheyrendahóp klassískra kammertónleika.

Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2025.

Sækja um

Fréttir