23. ágúst 2024

Gott að vita

Menningarnótt í Hörpu

Það verður vægast sagt hátíð í Hörpu á Menningarnótt og af því tilefni höfum við tekið saman nokkra punkta sem gott er fyrir gesti að hafa í huga á morgun 🎉

Dagskrá

⭐ Okkar eina sanna, Ragnhildur Gísladóttir og Fjallabræðrafaðirinn og tónlistarmaðurinn Halldór Gunnar Pálsson slá lokahljóminn í dagskrá Hörpu á Menningarnótt þegar þau leiða gesti í samsöng kl. 17:45 í alrými Hörpu.

👉 Þú getur nálgast Söngbókina fyrir samsönginn hér.

👉 Þú getur nálgast Söngbókina fyrir samsönginn hér.

Veitingasala

⭐ Veitingasala verður á 1. hæð við veitingastaðinn Hnoss og á 2. hæð í Hörpuhorni.

Hægt verður að kaupa krapís, smoothie, drykki, vöfflur með Nutella, hafraklatta, möffins, Antipasto í glasi, samlokur og sætindi 😍

⭐ Veitingastaðurinn Hnoss á 1. hæð býður upp á hádegisverðarhlaðborð frá kl. 11-15 sem hentar allri fjölskyldunni. Verð 6.100 kr. á mann, börn 6-11 ára greiða 3.050 kr. en börn 0-5 borða frítt 👼

⭐ Veitingastaðurinn La Primavera er staðsettur á 4. hæð Hörpu með einstöku útsýni yfir höfnina. Opinn öll fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Á La Primavera sameinast matarhefð frá Norður-Ítalíu og úrvals íslensk hráefni.

Bílastæðahús

⭐ Bílastæðahús Hörpu opnunartími á Menningarnótt:

👉 Frá kl. 00.00 – 07.00 inn- og útakstur bílaumferðar eingöngu um rampinn við Hörpu (Hafnartorg/Kolagata og Reykjastræti lokað)

👉 Frá kl. 07.00 – 13.00 Allir þrír inngangar og útgangar bílakjallarans lokaðir fyrir bílaumferð.

👉 Frá kl. 13.00 – 21.00 inn- og útakstur eingöngu um rampinn við Hörpu (Hafnartorg/Kolagata og Reykjastræti lokað)

👉 Frá kl. 21.00 – 01.00 aðeins útakstur bílaumferðar um Hafnartorg/Kolagötu, enginn innakstur (Reykjastræti og Harpa lokað).

Sjáumst í Hörpu!

Fréttir