21. október 2022
Pantaðu veitingar fyrir tónleika
í Eldborg og njóttu í Himnastiganum.
Nú býðst tónleikagestum í Eldborg að panta veitingar fyrir tónleika og/eða í hléi. Veitingarnar verða bornar fram í Himnastiganum sem liggur frá 2. hæð að La Primavera á 4. hæð. Í boði eru ljúffengir smárréttir og drykkir.
Þú velur þér veitingar og tímasetningu sem hentar, gengur frá greiðslu og veitingarnar munu bíða þín á merktu borði til að njóta þegar þú mætir. Vinsamlega athugið að takmarkaður fjöldi borða er í boði.
Tryggið ykkur borð fyrir viðburði á veitingastöðum í Hörpu
Hnoss restaurant og bar Hnoss restaurant og bar er á jarðhæð Hörpu. Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu. Mikil áhersla er lögð á ferskt hráefni, gæði og góða þjónustu. Staðurinn er opinn alla daga frá kl. 10:00-18:00 og lengur í tengslum við viðburði.
Heimasíða Hnoss restaurant og bar
La Primavera La Primavera Restaurant er staðsettur á 4.hæð í Hörpu með einstöku útsýni yfir höfnina. Veitngastaðurinn er opinn öll fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld. Á La Primavera sameinast matarhefð úr Norður Ítalíu og úrvals íslensk hráefni.
Fréttir
4. desember 2024
Opnunartími í Hörpu yfir hátíðirnar
Kynntu þér opnunartímana og dagskrána í Hörpu yfir hátíðirnar
6. nóvember 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
22. október 2024
Styrkir til tónleikahalds í Hörpu
Umsóknir til tónleikhalds árið 2025