Múlinn Jazz­klúbbur

Múlinn er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Stofnár Múlans var haustið 1997 en fyrstu tónleikarnir fóru fram í ársbyrjun 1998.

Múlinn Jazzklúbbur vikulega í Hörpu nánast allt árið um kring.

Tónleikadagskrá Múlans sem er að öllu jöfnu bæði metnaðarfull og fjölbreytt er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt jazzlíf þar sem allir straumar og stefnur eiga heima. Áheyrendur geta hlustað á gæðajazz á góðu verði með frábæru útsýni yfir höfnina.

Stofnár Múlans var haustið 1997 en fyrstu tónleikarnir fóru fram í ársbyrjun 1998. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Skipuleggjendur Múlans eru þeir Ólafur Jónsson og Haukur Gröndal.