22. mars 2023
Harpa vann til Edduverðlauna
fyrir menningarþátt ársins.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin hlutu Edduna fyrir menningarþátt ársins sl. sunnudag. Harpa var eitt af framleiðslufyrirtækjum þáttarins.
Hátíðin var haldin í Eldborg þann 10. desember sl. og var Harpa eitt af framleiðslufyrirtækjum viðburðarins ásamt menningar- og viðskiptaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, B28 Produktion og RÚV.
Hátíðin er stærsti viðburður sem haldinn hefur verið í Hörpu frá opnun og fylgdust tugir milljóna manna með í beinni útsendingu víðs vegar að úr heiminum. Framkvæmdin gekk eins og í sögu og sýndi vel að Harpa er tónlistar- og ráðstefnuhús á heimsmælikvarða!






