ókeypis viðburður, sinfóníuhljómsveit, tónlist

Nordisk Dirig­ent­forum SÍ - opnir kvöld­tón­leikar

Verð

0 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 3. október - 19:30

Salur

Eldborg

Eva Ollikainen leiðbeinandi

Þátttakendur kynntir síðar 

Carl Maria von Weber
Oberon, forleikur 

Anna Þorvaldsdóttir
METACOSMOS 

Jean Sibelius
Sinfónía nr. 5

Nordisk Dirigentforum er metnaðarfullt samstarfsverkefni sinfóníuhljómsveita á Norðurlöndunum þar sem efnilegustu hljómsveitarstjórum þjóðanna gefst færi á að vinna náið með tveimur sinfóníuhljómsveitum yfir heilt starfsár. Markmið námskeiðsins er að skapa faglegan æfingavettvang þar sem ungir og upprennandi norrænir hljómsveitarstjórar öðlast reynslu af því að stjórna sinfóníuhljómsveit. Nú tekur Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn þátt í þessu spennandi verkefni og býður til sín fimm hljómsveitarstjórum sem stjórna hljómsveitinni undir leiðsögn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra.
Nemendurnir endurtaka svo leikinn með Sinfóníuhljómsveitinni í Árósum í Danmörku næsta vor. Á þessum opnu tónleikum hljómar afrakstur námskeiðsins þar sem ungir, framúrskarandi hljómsveitarstjóranemar stjórna forleiknum að Oberon eftir Carl Maria von Weber, METACOSMOS eftir Önnu Þorvaldsdóttur og fimmtu sinfóníu Sibeliusar. 

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

fimmtudagur 3. október - 19:30

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.