klassík, sígild og samtímatónlist, sígildir sunnudagar, tónlist

Sígildir sunnu­dagar: Nína Margrét - Portrait

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

1.500 - 4.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 18. maí - 16:00

Salur

Norðurljós

Píanóleikarinn Nína Margrét Grímsdóttir kemur fram á einleikstónleikum í Norðurljósasal Hörpu 18. maí 2025 kl. 16:00. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar.
Með tónleikunum fagnar Nína Margrét bæði 40 ára starfsafmæli sem píanóleikari og píanókennari en hún útskrifaðist með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985 og líka 60 ára afmæli sínu í maí 2025. 
Á tónleikunum leikur Nína Margrét píanóverk eftir Bach, Mozart, Chopin, Grieg, Scriabin og Rachmaninoff sem verið hafa henni kær á ferlinum. 

Dr. Nína Margrét Grímsdóttir er í fremstu röð klassískra píanóleikara landsins. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, LGSM prófi frá Guildhall School of Music and Drama, meistaraprófi frá City University í London, Professional Studies Diploma frá Mannes College of Music í New York og doktorsprófi í píanóleik frá City University of New York. Hún hefur komið fram á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína sem einleikari með hljómsveitum og í kammertónlist. Hún hefur hljóðritað fimm geisladiska fyrir Naxos, BIS, Acte Préalable og Skref sem allir hafa hlotið frábæra dóma í leiðandi tónlistartímaritum m.a. Gramophone Awards Issue, BBC Music Magazine, Glasgow Herald, Crescendo-Magazine, Xían Evening News, classicstoday.comog High Fidelity.

Nína Margrét er stofnandi og listrænn stjórnandi tónleikaraða í Hörpu, Salnum og Gerðubergi 2001-2019. Hljóðritun hennar fyrir BIS Records 2001 af píanóverkum dr. Páls Ísólfssonar var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna og útgefin doktorsritgerð Nínu Margrétar um píanóverk Páls ásamt meistaraprófsritgerð hennar um íslenska píanótónlist hafa vakið verðskuldaða athygli á menningararfi landsins erlendis. Nína Margrét hefur komið fram á tónlistarhátíðum hérlendis og erlendis m.a. Listahátíð, Reykholtshátíð, Myrkum músíkdögum, Azaleu Festival og Whitehorse Circumpolar Festival. Hún hefur einnig hlotið styrki og viðurkenningar m.a. frá ráðuneytum mennta- og menningarmála, Reykjavíkurborg, American-Scandinavian Foundation, American-Scandinavian Society og British Council.

Nína Margrét er deildarstjóri framhaldsdeildar Tónskóla Sigursveins og kennir einnig píanóleik við Tónlistarskóla Kópavogs. Hún hefur enn fremur kennt við LHÍ og Tónlistarskólann í Reykjavík og verið gestaprófessor við University of Agder og University of Karlstad á vegum Erasmus og Nordplus og hafa píanónemendur hennar unnið til fjölda verðlauna í innlendum og alþjóðlegum píanókeppnum.

Miðaverð kr. 4500
Nemendur kr. 1500

Viðburðahaldari

Nína Margrét Grímsdóttir

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.