stórsveit, tónlist
Gullöld sveiflunnar - Stórsveit Reykjavíkur
Verð
4.990 - 11.990 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 5. janúar - 20:00
Salur
Eldborg
Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árvissu og vinsælu nýárstónleika
„Gullöld sveifunnar“ í Eldborg sunnudaginn 5. janúar kl. 20:00.
Tónleikarnir eru helgaðir swing-tímabilinu, 1930 til 1950, þegar stórsveitir réðu ríkjum í tónlistarheiminum og stjórnendur, söngvarar og einleikarar voru poppstjörnur síns tíma.
Ný og spennandi efnisskrá á hverju ári úr nótnabókum stórsveita Glenn Miller, Benny Goodman, Duke Ellington, Count Basie, Woody Herman, Tommy Dorsey og fleiri. Einungis eru fluttar upprunalegar útsetningar og ekkert er sparað til að gera þennan atburð sem glæsilegastan.
Gestasöngvarar ársins eru þau Stefanía Svavarsdóttir og Bogomil Font.
Sigurður Flosason stjórnar og kynnir.
Almennt miðaverð er frá kr. 4.990
Smelltu hér til að kaupa á þrenna tónleika Stórsveitar í vetur og fáðu 20% afslátt (ath gildir ekki á Jólafjör)
Viðburðahaldari
Stórsveit Reykjavíkur
Miðaverð er sem hér segir:
A
10.990 kr.
B
8.990 kr.
C
6.990 kr.
D
4.990 kr.
X
11.990 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.
Hápunktar í Hörpu