jólatónleikar, tónlist

Hátíð­ar­tón­leikar - Sigurður Guðmundsson & Sigríður Thorlacius

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

8.990 - 12.990 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 22. desember - 16:00

Salur

Eldborg

Hátíðartónleikar í 10 ár

Essin tvö halda nú tímamótahátíðartónleika með engu pompi og engri prakt. Aðeins fádæma góðri músík. Tilvalið til að láta aðeins líða úr sér, kvöldið fyrir Þorlák. Íhuga sósuna, dúkana, teskeiðarnar. Látið ykkur líða sem allra best með okkur. Saman í áratug. Ber er hver að baki nema sér 2 miða eigi. Sjáum ykkur þar. S&S, Eldborg, 22. desember ‘24

Sigurður og Sigríður halda hátíðartónleika sína tíunda árið í röð og er þeir nú þegar orðnir að ómissandi þætti margra í aðdraganda jólanna.

Þau Sigríði Thorlacius og Sigurð Guðmundsson þarf vart að kynna en þau hafa lengi verið á meðal þekktustu og dáðustu söngvara landsins. Bæði hafa þau gert garðinn frægan með hljómsveitum sínum, Sigríður með Hjaltalín og Sigurður með Hjálmum, en jafnframt státa þau af glæstum sólóferlum. Árið 2020 kom út platan Það eru jól og var hún mesta selda plata jólanna, en hún inniheldur m.a. lög sem hafa sérstaklega komið út fyrir hina árlegu jólatónleika.

Það eru einmitt sú plata sem sem verða í forgrunni á tónleikunum í Hörpu, ásamt tveimur hljómplötum þeirra Sigríðar og Sigurður – jólaplöturnar Nú stendur mikið til með Sigurði og Jólakveðja með Sigríði. Auk laga af þessum plötum verða á dagskránni hátíðarlög úr öllum áttum sem Sigurður og Sigríður munu syngja bæði saman og í sitthvoru lagi.

Hér verður um einstaka kvöldstund að ræða þar sem reynt verður að nálgast hið sanna og hátíðlega inntak jólanna.


Viðburðahaldari

Feitt ehf

Miðaverð er sem hér segir:

A

11.990 kr.

B

9.990 kr.

C

8.990 kr.

D

8.990 kr.

X

12.990 kr.

E

8.990 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.