rokk og popp, tónlist, þungarokk
MANOWAR - The Blood of Our Enemies Tour 2025 - Örfáir miðar lausir
Verð
12.990 kr
Næsti viðburður
laugardagur 1. febrúar - 20:00
Salur
Silfurberg
Hinir hugumprúðu og eilífu stríðsmenn hins algera þungarokks, MANOWAR, bæta þremur löndum við hinn epíska "The Blood of Our Enemies Tour 2025". Bandið mun gera strandhögg í Svíþjóð, Noregi og í fyrsta sinn á Íslandi!
Tónleikar Manowar á Íslandi verða í Silfurbergi í Hörpu 1. febrúar 2025
Á túrnum mun þessi goðsagnakennda þungarokkshljómsveit sinna plötunum "Sign of the Hammer" og "Hail to England" sérstaklega ásamt því að flytja uppáhaldsslagara aðdáenda og það í glænýrri sviðsuppsetningu.
Ísland er þekkt fyrir stórbrotið landslag og líflega tónlistarsenu og markar enn ein tímamótin fyrir hljómsveitina jafnt sem aðdáendur.
Joey De Maio, bassaleikari og stofnmeðlimur MANOWAR, sagði eftirfarandi: „Að hitta aftur stríðsmenn okkar, okkar "Manowarriors" í Noregi og Svíþjóð er eins og að fara á ættarmót, en að spila í nýju landi í fyrsta sinn mun búa til nýjar minningar sem eiga eftir að lifa með okkur að eilífu. Við finnum enn kraftinn frá Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú frá því í fyrra og ferð okkar til Svalbarða rétt handan norðurpólsins fyrir fimm árum. Við erum klárir í að rita nöfn okkar í sögubækurnar með bræðrum og systrum okkar á Íslandi og gera þeim kleift að upplifa tónleika sem þau hafa beðið eftir í ansi langan tíma og munu seint gleyma!“
Athugið að þetta eru standandi tónleikar
Viðburðahaldari
Radar Booking
Miðaverð er sem hér segir:
A
12.990 kr.
Dagskrá
Silfurberg
Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er tilvalinn fyrir hvers kyns viðburði, veislur, sýningar eða tónleika.
Hápunktar í Hörpu