ókeypis viðburður, sígild og samtímatónlist, tónleikar

POP-UP Hádegis­tón­leikar í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 2. febrúar - 13:00

Salur

Hörpuhorn

Þann 2. febrúar klukkan 13:00 syngur Sönghópur „Ílalei“ eistneska og íslenska tónlist. Kammersönghópurinn „Ílalei“ kom saman að frumkvæði söngkonunnar Anne Keils og kemur nú í fyrsta sinn fram með hádegistónleikum í Hörpuhorni. Tónleikarnir verða um 40 mínútur að lengd og flutt verða verk og útsetningar eftir Veljo Tormis, Cyrillus Kreek, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Pärt Uusberg og fleiri.

Meðlimir kammersönghópsins „Ílalei“ eru:
Ragnheiður Petra Óladóttir, Anne Keil (sópran)
Ragnhildur Jóhanna Júlíusdóttir, Margrét Björk Daðadóttir (alt)
Oddur Smári Rafnsson, Guðmundur Alfreðsson (tenór)
Orri Jónsson, Ólafur Freyr Birkisson (bassi)

Viðburðahaldari

Sönghópur Ílalei

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

sunnudagur 2. febrúar - 13:00