ókeypis viðburður, sígild og samtímatónlist, tónlist
Píanótónleikar nemenda Tónlistarháskóla Noregs og Listaháskóla Íslands
Verð
0 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 2. febrúar - 14:30
Salur
Hörpuhorn
Sunnudaginn 2. febrúar klukkan 14:30 halda ungir og efnilegir píanóleikarar frá Tónlistarháskóla Noregs (NMH) og Listaháskóla Íslands tónleika í Hörpuhorni í Hörpu.
Nemendur píanóleikarans Christopher Parks frá NMH flytja lífleg verk sem endurspegla fjölbreytni bekkjarins, sem samanstendur af nemendum frá sex löndum. Á tónleikunum verða áheyrendur leiddir í gegnum fjölbreyttan tónheim með verkum eftir allt frá Beethoven og Brahms til Janácek og Jórunnar Viðar.
Hópurinn hefur áður farið í tónleikaferðir um Noreg, Svíþjóð og Ítalíu, en heimsóknin til Íslands er hluti af samstarfsverkefni við Listaháskóla Íslands. Hópurinn mun halda fjölda tónleika og masterklassa í Reykjavík og Reykjanesbæ.
Ekki missa af þessu tækifæri til að heyra í píanóstjörnum morgundagsins! Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Sjá einnig á facebook: https://fb.me/e/fBZpvoXCv
Viðburðahaldari
Ólína Ákadóttir
Miðaverð er sem hér segir:
Dagskrá
sunnudagur 2. febrúar - 14:30
Hápunktar í Hörpu