ráðstefna
OAuth Security Workshop 2025
Verð
70.000 kr
Næsti viðburður
miðvikudagur 26. febrúar - 09:00
Salur
Harpa
OAuth Security Workshop (OSW) er einn fremsti vettvangur fyrir ítarlegar tæknilegar umræður um OAuth, OpenID og samsvarandi tækni.
Með því að stuðla að beinu og opnu samstarfi meðal fagfólks innan geirans, sérfræðinga og annara meðlima slíkra staðlahópa hefur OSW stuðlað að því að móta og betrumbæta högun netsamskipta. Vinna sem þessi hefur jafnvel gegnt lykilhlutverki í að þróa nýjar aðferðir eins og JWT Access Token Profile, DPoP og SD-JWT. Á þessari ráðstefnu munu leiðandi sérfræðingar innan fagsins sýna nýjustu niðurstöður sínar um öryggi auðkennissamskiptareglna á OSW.
OSW 2025 er haldið í samstarfi við Signicat eitt af örast vaxandi traustþjónustufyrirtækjum innan Evrópu. Signicat býður meðal annars upp á vottaða OpenID lausn fyrir 35+ rafrænar auðkenningarleiðir sem auka traust og öryggi í rafrænum samskiptum.
Nánari upplýsingar má finna hér https://oauth.secworkshop.events/osw2025
Viðburðahaldari
Signicat
Miðaverð er sem hér segir:
A
70.000 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu