sígildir sunnudagar, tónlist

Sígildir sunnu­dagar: NOVO kvart­ettinn

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

1.500 - 3.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 2. mars - 16:00

Salur

Norðurljós

NOVO kvartettinn er meðal eftirsóttustu kvartetta Danmerkur. Eftir aðeins fimm ára samstarf hefur sveitin þegar unnið fjölda alþjóðlegra samkeppna, nú síðast á alþjóðlegu tónlistarkeppninni í Genf 2023 (Geneva International Music Competition 2023) þar sem sveitin hlaut fyrsta sæti auk fjögurra annarra titla. Þá útvaldi Danski listasjóðurinn kvartettinn fyrir 2024-2026 úthlutun úr sjóðnum “The Young Artistic Elite Program”.

Meðlimir kvartettsins hafa notið leiðsagnar fjölda virtra listamanna svo sem meðlima Alban Berg kvartettsins, Artemis kvartettsins, Quatuor Ébène og Danska strengjakvartettsins. Þá hefur kvartettinn unnið með þekktum listamönnum, þar á meðal píanistunum Alexander Lonquich og Per Tengstrand, sellóleikaranum Andreas Brantelid og hornleikaranum Felix Klieser sem og fjölda kammerhópa á borð við Dreamers Circus og Quatuor Modigliani.

Það sem einkennir NOVO kvartettinn eru djúp vináttutengsl meðlima á milli. Gagnkvæm virðing og umhyggja fyrir samstarfsaðilum birtist skýrt í listrænni sýn kvartettsins og er greinanleg í flutningi og sviðsframkomu þeirra, sem og djúp virðing fyrir þeirri tónlist sem kvartettinn tekur að sér að flytja.

Heimasíða: www.novoquartet.com
Youtube: www.youtube.com/@novoquartet

Um tónleikana í Norðurljósum segir NOVO kvartettinn:
“Í kvartettinum okkar fögnum við fjölbreyttum bakgrunni okkar frá Danmörku og Póllandi. Á tónleikum okkar vorið 2025 ætlum við að heiðra rætur pólska víóluleikarans okkar. Við höfum valið verk eftir Bacewicz, sem er magnað kventónskáld, en verk hennar eiga skilið meiri viðurkenningu. Samhliða verki hennar munum við gleðja áheyrendur með tímalausum verkum eftir Beethoven og Schumann, sem tryggir blöndu af hefð og nýsköpun í efnisskránni. Við munum einnig flytja kafla úr strengjakvintett Carl Nielsen með víóluleikaranum Önnu Elísabetu Sigurðardóttur.”

Efnisskrá:
L. v. Beethoven – Strengjakvartett op. 18 nr. 4 (25’)
G. Bacewicz – Strengjakvartett nr. 3 (17’)
–hlé–
C. Nielsen - Strengjakvintett í G dúr: Finale. Allegro molto. (5’)
R. Schumann - Strengjakvartett op. 41 nr. 3 (30’)

Viðburðahaldari

NOVO Quartet

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.