börn og fjölskyldan, ókeypis viðburður, smiðjur, tónlist

Fjöl­skyldu­dag­skrá Hörpu: Taktur og texti

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 18. maí - 11:00

Salur

Ríma

Harpa býður krökkum í skemmtilega tónlistarsmiðju, Taktur og texti með Kela og Steinunni, laugardaginn 18. maí.

Taktur og texti er tilraunaverkefni þar sem raftónlist mætir íslenskri textagerð. Krakkarnir kynnast grunnatriðum í raftónlistarsköpun, textagerð og flæði. Stundum kemur tónlistin fyrst en stundum fæðist textinn á undan.Hver veit nema fullmótað lag verði til sem hægt er að njóta um ókomna framtíð?

Þátttaka í smiðjunum er ókeypis en nauðsynlegt að tryggja sér pláss með skráningu.

Nánari upplýsingar um tímasetningar og skráningu verða birtar síðar.

Aðgengi og aldursviðmið

Viðburðurinn fer fram á íslensku, en leiðbeinendur geta einnig túlkað yfir á ensku fyrir þau sem þurfa.
Viðburðurinn er einungis fyrir börn á aldrinum 9-12 ára.  
Viðburðurinn fer fram í opnu rými með sléttu gólfi og góðu lyftuaðgengi.

Frekari upplýsingar um aðgengi í Hörpu má finna hér

Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari á vegum Hörpu gæti verið viðstaddur þennan viðburð. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndara vita á staðnum eða hafa samband í gegnum tölvupóstfangið markadsdeild@harpa.is.

Hrafnkell Örn Guðjónsson er þekktastur sem fjórðungur hljómsveitarinnar Agent Fresco en hefur sömuleiðis komið víða við í íslensku tónlistarlífi með fjöldanum öllum af tónlistarfólki. Má þar nefna Pál Óskar, Emmsjé Gauta og Úlfur Úlfur. Hann hefur sömuleiðis stutt tónlistarfólk í hljóðveri og vinnur einnig sem tónlistarkennari í Fellaskóla. Þar hefur hann tekið þátt í að byggja upp verkefni eins og hljómsveitaval, þar sem líkt er eftir bílskúrshljómsveitaumhverfi, og raftónlist, þar sem sköpun er færð í stafrænt umhverfi og krökkum gefið mikið frelsi til listsköpunar. Síðustu ár hefur Hrafnkell leikstýrt Skrekkshópi Fellaskóla og aðstoðað krakka sem hafa tekið þátt í verkefnum eins og Jólastjörnu Björgvins og Upptakti.

Steinunn Jónsdóttir er tónlistarkona og danskennari. Hún hóf tónlistarnám sex ára gömul, söng í kór hjá Margréti Pálmadóttur og nam klassískan víóluleik við Tónlistarskóla Kópavogs. Samhliða tónlistinni stundaði hún ýmiskonar dansnám og útskrifaðist 2009 með diplómu í nútímadansi á framhaldsskólastigi frá Listdansskóla Íslands. Árið 2016 lauk Steinunn BA próf í kvikmyndafræði með þjóðfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Steinunn er einn af forsprökkum hljómsveitanna Amabadama sem naut mikilla vinsælda á árunum 2014 - 2017 og Reykjavíkurdætur sem stofnuð var í desember 2013. Á þeim áratug sem að hún hefur starfað við tónlist hefur hún barist fyrir auknum sýnileika kvenna í tónlistarsenunni og átt þátt í því að ryðja veginn fyrir tónlistarkonur framtíðarinnar. Steinunn kennir textasmíði í Fellaskóla og á námskeiðum sem hún heldur sjálf og hefur hún í gegnum það öðlast mikla reynslu af því að leiðbeina og vinna með börnum.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

sunnudagur 18. maí - 11:00