klassík, ókeypis viðburður, sinfóníuhljómsveit, tónlist

Opið samspil með Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Verð

0 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 26. febrúar - 19:00

Salur

Eldborg

Efnisskrá
Antonin Dvórak sinfónía nr. 9, úr nýja heiminum, lokaþáttur
Sigvaldi Kaldalóns Á Sprengisandi

Hljómsveitarstjóri
Ross Jamie Collins

Í tilefni af 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður hljómsveitin í opið samspili á stóra sviðinu í Eldborg. Nú hafa rúmlega hundrað hljóðfæraleikarar skráð sig til leiks auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands og því stefnir í fjölmennustu sinfóníuhljómsveit sem nokkru sinni hefur leikið í Eldborg. Á efnisskránni verður lokaþáttur 9. Sinfóníu Dvóraks, Úr nýja heiminum og hið sívinsæla lag Á Sprengisandi í útsetningu Páls Pampichlers Pálssonar.

Lokað hefur verið fyrir skráningu í samspilið en gestir eru velkomnir að hlýða á afraksturinn í Eldborg. Aðgangur er ókeypis.

Samspilið stendur í um það bil hálfa klukkustund.


Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

miðvikudagur 26. febrúar - 19:00

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.