klassík, ókeypis viðburður, tónlist

Óperu­dagar: Konur í barokk, kventón­skáld barokktímans heiðruð

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 27. október - 13:00

Salur

Hörpuhorn

Manstu þegar þú varst í sögutímum í skólanum? Manstu eftir öllum konunum sem þú lærðir um? Nei? Ekki við heldur. Það þýðir þó ekki að þessi helmingur mannkyns hafi ekki gert neitt sem er í frásögur færandi.

Tinna Þorvalds Önnudóttir, mezzósópran, og Alda Rut Garðarsdóttir Vestmann, píanóleikari, munu heiðra nokkur af minna þekktum tónskáldum barokk tímans. Öll eiga tónskáldin það sameiginlegt að hafa fæðst konur og hafa þar af leiðandi ekki fengið sinn sess í tónlistarsögunni þrátt fyrir að hafa verið áhrifamiklar á sínum tíma. Tónlistin er undurfögur og Tinna og Alda ætla að kynna hana fyrir nýjum hlustendum í Hörpuhorni kl. 13:00 þann 27. október. 

Tónskáldin sem flutt verða verk eftir eru:
Francesca Caccini
Barbara Strozzi
Elisabeth Jaquet de la Guerre
Francesca Campana

Þátttakendur
Tinna Þorvalds Önnudóttir, söng- og leikkona
Alda Rut Vestmann, píanóleikari


Viðburðahaldari

Óperudagar 2024

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

sunnudagur 27. október - 13:00