jólatónleikar, rokk og popp, tónlist
Sigga Beinteins - jólagleði í 15 ár.
Verð
5.990 - 15.990 kr
Næsti viðburður
laugardagur 7. desember - 21:00
Salur
Eldborg
Í ár er 15 árið sem Sigga Beinteins heldur sína árlegu jólatónleika og því verður öllu til tjaldað og það með prompi og prakt.
Sigríður Beinteinsdóttir eða Sigga Beinteins eins og flestir kalla hana söng sig inn í hjörtu landsmanna fyrir allmörgum árum síðan. Rödd Siggu er alveg einstök, kröftug og hljómmikil og verður bara betri með árunum, talið er að hún sé á hápunkti ferilsins núna, það verður gaman að heyra rödd hennar óma um Eldborgina sem er einn besti tónleikasalur landsins og þótt víðar væri leitað.
Það er alveg ljóst að þarna er einstök tónlistarkona á ferðinni. Enda alltaf á ferð og flugi. Hana þarf í raun vart að kynna fyrir Íslendingum. Hún hefur verið áberandi afl í íslensku tónlistarlífi alveg frá örófi alda.
Tónleikagestir mega búast við fjölbreyttri og frábærri tónlist og fá að finna fyrir öllum tilfinningaskalanum, mikilli gleði, tárum og hrossahlátri.
Þarna verða auðvitað sjálf Sigga Beinteins, Borgardætur, Diddú, Erna Hrönn, Bjarni Ara og kyngimagnaður og skemmtilegur leynigestur sem kann að syngja. Músíkin verður auðvitað í algjörum forgrunni auk frábærra skemmtikrafta, hin stórskemmtilega og fyndna leikkona Helga Braga Jónsdóttir, sem er nú heldur betur þekkt fyrir gott grín og glens, ásant Bjarna töframanni sem töfrar meira en helming tónlistargesta úr salnum og fram á bar í hléi.
Gefðu þeim sem þér þykir vænt um ógleymanlega kvöldstund með frábæru tónlistarfólki og bráðskemmtilegum skemmtikröftum ásamt sjálfri Siggu Beinteins í jólagjöf.
Tónleikadagsetningar:
7. desember kl. 21:00
Fyrispurnir og bókanir fyrir stærri hópa, 10 manns eða fleiri, sendist á sbeinteins@gmail.com
Hljómsveit
Siggu Beinteins:
Þórir Úlfarsson hljómborð og hljómsveitarstjórn
Friðrik Karlsson gítar
Ólafur Hólm trommur
Róbert
Þórhallsson bassi
Stefán Örn Gunnlaugsson hljómborð
Snorri Sigurðarson trompet
Philip Doyle saxafónn
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir básúna
Emi Þorri Emilsson slagverk
Bakraddir:
Gísli
Magna Sigríðarson
Heiða
Ólafs
Íris Hólm Jónsdóttir
Hljóðmeistari:
Haffi tempo
Ljósameistari:
Magnús Helgi Kristjánsson
Monitormeistari:
Baldur Rafn Gissurarson
Sviðshönnun:
María Ólafsdóttir
Verkefnastjórn:
Sigríður Beinteinsdóttir
Förðun
og hár:
Elín Reynisdóttir
Róbert O´Neill
Framleiðendur:
Sigríður Beinteinsdóttir
Forsala hefst 27. ágúst - skráning í forsölu hér
Almenn miðasala hefst 29. ágúst.
Viðburðahaldari
Sigga Beinteins
Miðaverð er sem hér segir:
A
14.990 kr.
B
12.990 kr.
C
10.990 kr.
D
7.990 kr.
X
15.990 kr.
E
5.990 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.
Hápunktar í Hörpu