jól, jólatónleikar, sígild og samtímatónlist, sígildir sunnudagar, tónlist

Sígildir sunnu­dagar: Jóla­tón­leikar Kammer­sveitar Reykja­víkur

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.500 - 4.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 8. desember - 16:00

Salur

Norðurljós

Barokkveisla á aðventu - Kammersveit Reykjavíkur

Í ár fagnar Kammersveit Reykjavíkur 50 ára afmæli. Kammersveitin heldur upp á það með því að flytja nokkur glæstustu verk barokktónlistarinnar eftir þá meistara Bach og Händel. Þessir jöfrar klassískrar tónlistar hittust aldrei þrátt fyrir að vera báðir fæddir árið 1685 í Þýskalandi. Þeir áttu einnig mjög ólíkan feril. Bach ferðaðist aldrei út fyrir Þýskaland og starfaði í þröngum hópi en Händel var heimsborgari og gerði garðinn frægan í Hamborg, á Ítalíu og loks í London.

Fjórir einleikarar koma fram á tónleikunum með Kammersveitinni að þessu sinni. Una Sveinbjarnardóttir mun flytja fiðlukonsert sem margir hlustendur gjörþekkja, þann í a-moll eftir Bach. Ólíkt mörgum verka Bachs hefur þessi fiðlukonsert aldrei fallið í tímabundna gleymsku. Víðfrægur góðkunningi Kammersveitarinnar, bandaríski semballeikarinn Jory Vinikour, sækir Ísland heim til þess að leiða tónleikana frá hljómborðinu. Jory mun einnig flytja glæstan hljómborðspart Brandenburgarkonserts Bachs nr. 5 ásamt einleikurunum Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara og Ísak Ríkharðssyni fiðluleikara.

Þrjú önnur verk eftir Händel verða á efnisskrá; Concerto grosso op. 6, nr. 5, forleikurinn sívinsæli Koma drottningarinnar af Saba (forleikur að 3. kafla óratóríunnar Salómon) og að lokum mun hljóma verk sem Georg 1. Bretlandskonungur pantaði og lét frumflytja á ánni Thames sumarið 1717 en það er að sjálfsögðu Vatnasvíta nr. 2 eftir Georg Händel.

Flytjendur: Kammersveit Reykjavíkur.
Einleikarar: Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Ísak Ríkharðsson fiðluleikari og Jory Vinikour semballeikari.

Efnisskrá:
Georg Friedrich Händel: Koma drottningarinnar af Saba (forleikur að 3. kafla óratóríunnar Salómon HWV 67)
Georg Friedrich Händel: Concerto grosso op. 6, nr. 5 HWV 323
Johann Sebastian Bach: Fiðlukonsert í a-moll BWV 1041
Johann Sebastian Bach: Brandenburgarkonsert nr. 5 í D dúr BWV 1050
Georg Friedrich Händel: Vatnasvíta nr. 2 HWV 349

Styrktaraðilar Kammersveitar Reykjavíkur:
Reykjavíkurborg, Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns og Tónlistarsjóður.

Viðburðahaldari

Kammersveit Reykjavíkur

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.