börn og fjölskyldan, ókeypis viðburður, tónlist, upptakturinn
Upptakturinn 2025
Verð
0 kr
Næsti viðburður
föstudagur 11. apríl - 17:00
Salur
Norðurljós
Verið velkomin á tónleika Upptaktsins þar sem tónsmíðar ungmenna eru fluttar af fagfólki í tónlist. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum kl. 17 föstudaginn 11. apríl og er aðgangur ókeypis.
Með Upptaktinum eru ungmenni í 5.-10. bekk hvött til að semja tónlist og þau sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi tónlistarmiðlunar við Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda Tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu höfum við eignast ný tónverk sem verða flutt á tónleikum og varðveitt með upptöku.
Harpa stendur fyrir verkefninu í samstarfi við Barnamenningarhátíð, RÚV, Listaháskóla Íslands, Tónlistarborgina Reykjavík og fjölmörg sveitarfélög víðsvegar um landið.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir:
Dagskrá
föstudagur 11. apríl - 17:00
Norðurljós
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.
Hápunktar í Hörpu