ráðstefna
Bransadagurinn 2025
Verð
12.000 kr
Næsti viðburður
mánudagur 6. janúar - 08:30
Salur
Harpa
Bransadagurinn 2025
Hljóð-, ljósa- og myndlausnir, sviðstækni, kvikmynda- og sjónvarpsgerð
Bransadagurinn 2025 verður haldinn í annað sinn í Hörpu mánudaginn 6. janúar.
Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með innlendum og erlendum sérfræðingum sem eiga erindi við fagfólk í lýsinga-, hljóð- og myndlausnum ásamt sviðstækni, kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu.
Bransadagurinn er einstakt tækifæri fyrir tæknifólk til að hittast, deila fróðleik og fræðast um nýja tækni.
Almennt miðaverð er 12.000kr.
Innifalið í miðaverði er aðgangur að fyrirlestrum og vörusýningu frá samstarfsaðilum auk þess sem boðið verður upp á hádegismat og svo hressingu að dagskrá lokinni.
Athugið að takmarkað magn miða er í boði.
Félag tæknifólks niðurgreiðir miða fyrir félagsfólk og kostar þá miðinn aðeins 4.000 kr. Þessi sérkjör gilda til áramóta en allar upplýsingar um hvernig má nýta sér þau eru á mínum síðum https://thjonusta.rafis.is/mysite/login
Auk þess gefst vinnustöðum tækifæri til magnkaupa á miðum fyrir starfsfólk sitt á sérkjörum, þar eru lágmarkskaup 10 miðar og hægt að hafa samband við ragnargg@ftr.is.
Nánari dagskrá verður kynnt fljótlega, fylgstu vel með á bransadagurinn.is
Viðburðahaldari
Samstarfsverkefni
Miðaverð er sem hér segir:
A
12.000 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu