klassík, sígild og samtímatónlist, sinfóníuhljómsveit, tónlist
Vínartónleikar Sinfóníunnar - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verð
3.900 - 11.900 kr
Tímabil
9. janúar - 11. janúar
Salur
Eldborg
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Ville Matvejeff
hljómsveitarstjóri
Bryndís Guðjónsdóttir
einsöngvari
Einar Dagur Jónsson
einsöngvari
Dansarar
Þorkell Jónsson
Denise Margrét Yaghi
Gylfi Már Hrafnsson
María Tinna Hauksdóttir
Svavar Erlendsson
Lovísa Lilja Brim Þórarinsdóttir
Hinir sívinsælu Vínartónleikar eru sannkölluð nýársveisla og sú glaðværa tónlist sem þar hljómar gefur tóninn fyrir nýtt ár. Tónleikarnir hafa lengi verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar og eitthvað sem tónlistarunnendur vilja ekki láta fram hjá sér fara.
Sem endranær stíga á svið tveir glæsilegir einsöngvarar og syngja aríur og dúetta úr vinsælum óperettum, en að þessu sinni eru það ansararþau Bryndís Guðjónsdóttir sópran og tenórinn Einar Dagur Jónsson. Auk þeirra koma fram á tónleikunum glæsilegir dansarar að vanda, enda ómótstæðilegir valsar, polkar og galopp á efnisskránni — sígild Vínartónlist sem kemur öllum í gott skap.
Sópransöngkonan Bryndís Guðjónsdóttir hefur unnið til fjölda verðlauna, komið fram á fjölum óperuhúsa og með ýmsum sinfóníuhljómsveitum, svo sem í Kiel, Kassel, Stuttgart, München, Salzburg, Prag, Róm, Vilnius, Sevilla og Madrid. Hún hefur áður komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nú síðast á tónleikum sveitarinnar helguðum verkum Önnu Þorvaldsdóttur í október 2023.
Efnisskrá Bryndísar er breið og spannar margar aldir, en hún lauk bæði bakkalárs- og meistaragráðu með láði frá Mozarteum tónlistarháskólanum í Salzburg.
Einar Dagur Jónsson tenór er fæddur 1996. Hann hóf söngnám árið 2013 í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Egils Árna Pálssonar og Önnu Rúnar Atladóttur. Einar hefur þrátt fyrir ungan aldur sungið hlutverk Gastone í La Traviata undir stjórn Garðars Cortes og sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rico Saccani.
Í ár er það hinn finnski Ville Matvejeff sem stjórnar tónleikunum en hann hefur á síðustu árum getið sér gott orð sem hljómsveitarstjóri, tónskáld og píanóleikari.
Matvejeff vinnur með sinfóníuhljómsveitum og í óperum og er listrænn stjórnandi Savonlinna óperuhátíðarinnar í Finnlandi og aðalhljómsveitarstjóri Norrland-óperuhljómsveitarinnar í Svíþjóð.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
9.900 kr.
B
7.900 kr.
C
5.900 kr.
D
3.900 kr.
X
11.900 kr.
Dagskrá
fimmtudagur 9. janúar - 19:30
föstudagur 10. janúar - 19:30
laugardagur 11. janúar - 16:00
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.
Hápunktar í Hörpu