myrkir músíkdagar 2025, ókeypis viðburður, tónlist

Myrkir músík­dagar 2025: Busy & Halfway Down / Elín Gunn­laugs­dóttir

Verð

0 kr

Næsti viðburður

föstudagur 24. janúar - 20:00

Salur

Hörpuhorn

Öróperur Elínar Gunnlaugsdóttur, Busy og Halfway Down, eru samdar við texta A.A. Milne, sem er hvað þekktastur fyrir sögur sínar um Bangsímon. Óperurnar taka hvor um sig ekki nema um 8 mínútur í flutningi en þrátt fyrir smæð sína umfaðma verkin stærri þætti tilverunnar og takast á við tilvistarkreppu mannsins á fjörlegan og gáskafullan hátt. Öróperurnar verða fluttar hvor á eftir annarri í Hörpuhorni, gegnt Eldborgarsal á 2. hæð Hörpu.

Flytjendur:
Busy
Gunnlaugur Björnsson, barítónn
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó

Halfway Down
Kristín Sveinsdóttir, sópran
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó

Leikstjórn: Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Leikmynd og búningar: Eva Bjarnadóttir

Viðburðahaldari

Tónskáldafélag Íslands

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

föstudagur 24. janúar - 20:00

Hápunktar í Hörpu