myrkir músíkdagar 2025, tónlist
Myrkir músíkdagar 2025: Glossolalia / Ásta Fanney Sigurðardóttir
Verð
2.500 - 3.900 kr
Næsti viðburður
föstudagur 24. janúar - 21:00
Salur
Eldborg
Skáldið og tón- og myndlistarkonan Ásta Fanney Sigurðardóttir leggur undir sig Eldborgarsal Hörpu og býður til upplifunar sem dansar á mörkum tónlistar, hljóðlistar, skáldskaps, gjörnings og innsetningar í verki sínu Glossolalia.
Í verkum Ástu mætast oft á tíðum ólík listform sem renna í eitt og mynda samfellda heild. Lýsa má verkum Ástu sem tilraunakenndum og eru þau uppfull af leikgleði þar sem leikið er með væntingar og veruleika sem og hugmyndir okkar um hversdagsleikann.
Viðburðurinn er um klukkustundarlangur, án hlés.
Efnisskrá:
Ásta Fanney Sigurðardóttir – Glossolalia (2025, frumflutningur)
Flytjandi:
Ásta Fanney Sigurðardóttir
Viðburðahaldari
Tónskáldafélag Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.900 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.
Hápunktar í Hörpu